Þurfa að auka útgjöld um þrjá milljarða til að ná settum markmiðum

Ljóst er að Stúdentaráði Háskóla Íslands, SHÍ, þykja fjárlög ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 mikil vonbrigði. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kom fram að stefnt væri að því að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 og meðaltali Norðurlandanna fyrir árið 2025. Í umsögn SHÍ um fjárlögin kemur fram að það muni líklega ekki nást með þessum fjárlögum.

Read More
Bestu podköstin fyrir langferðalög

Sumardagurinn fyrsti er genginn í garð, og þegar við tökum okkur pásu frá lærdómnum til að njóta sólarinnar er gott að hafa eitthvað nýtt til að sökkva tönnunum í. Hvort sem þú ert á bílferðalagi, ferðast um álfuna í lest eða flýgur yfir hálfan hnöttinn er podkast (e. podcast) hinn fullkomni ferðafélagi. Nístandi hlátur, hugvekjandi uppgötvanir eða áhugaverðar umræður; þessi listi býður upp á eitthvað fyrir alla.

Read More
MenningEve Newstead
Konan alltaf fyrst og fremst kona

Í nóvember síðastliðnum var gefin út ný ensk þýðing á Ódysseifskviðu Hómers. Slíkt er þó varla í frásögur færandi - enskar þýðingar á hinni forngrísku Ódysseifskviðu eru um sjötíu talsins og það var ekki lengra liðið en rúmt ár frá annarri nýrri þýðingu á Ódysseifskviðu. Það sem þykir hins vegar markvert við þýðinguna frá nóvember 2017 er einkum tvennt: í fyrsta lagi þykir hún ,,fersk“ og í öðru lagi er þýðandinn, breski fornfræðingurinn Emily Wilson, kona. Hún er fyrsta konan til þess að þýða Ódysseifskviðu yfir á ensku.

Read More
Innblástur listamanns tölublaðsins : Korkimon

Melkorka Katrín eða Korkimon er ung myndlistarkona sem opnaði nýverið sína fyrstu einkasýningu, Metnaðargræðgi. Hún útskrifaðist úr myndlistarnámi við Sarah Lawrence skólann í New York 2017. Verk hennar eru fjölbreytt, allt frá skúlptúrum yfir í verk unnin úr ljósmyndum, en bera með sér ýmis sameiginleg stíleinkenni. Oft á tíðum eru þau hrá eða ókláraður bragur yfir þeim, og aflagaðir líkamshlutar eru algengt viðfangsvefni. Hér er það sem hefur veitt henni innblástur undanfarið.

Read More
Máltökurannsóknir Sobegga afa

Lengi vel var talið að máltaka barna væri auðskýranlegt, og í raun ómerkilegt, viðfangsefni. Börn þóttu tala ófullkomið mál sem væri ekki þess virði að rannsaka. Þetta viðhorf til barnamáls breyttist hins vegar á sjötta áratug seinustu aldar þegar málfræðingar sneru sér að meðfæddri málkunnáttu mannsins. Þá fóru þeir í auknum mæli að skoða máltöku barna sem upphafsstig þessarar innbyggðu málhæfni.

Read More
Íslenska listasumarið 2018

Sumarið er handan við hornið og verður það smekkfullt af list, þá sérstaklega af tónlist. Ýmsir þekktir tónlistarmenn eru á leiðinni til landsins til að halda sína eigin tónleika, þar á meðal Billy Idol, Jessie J og Katie Melua. Tónlistarhátíðir og listahátíðir verða jafnframt áberandi í ár eins og áður. Það er því ekki seinna vænna að fara að kynna sér hvað íslenska listasumarið hefur upp á að bjóða og Stúdentablaðið kynnir hér brot af því besta.

Read More
Stefna á að fara með geðfræðsluna niður á grunnskólastig

Geðfræðslufélagið Hugrún hefur ekki setið auðum höndum að undanförnu, en félagið hefur meðal annars vakið mikla athygli fyrir verkefnið Huguð, auk þess sem það hefur sem fyrr staðið fyrir fræðslu um geðheilbrigði og geðsjúkdóma í framhaldsskólum landsins. Á dögunum kaus félagið sér nýja stjórn, en Kristín Hulda Gísladóttir er nýr formaður Hugrúnar. Stúdentablaðið hitti hana og tók púlsinn á geðfræðslufélaginu Hugrúnu sem er að byrja sitt þriðja starfsár.

Read More
Geðheilbrigði er viðfangsefni samfélagsins í heild sinni

Ýmis mál sem snúa að heilbrigðisráðuneytinu hafa verið í brennidepli undanfarið. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur því haft mörgu að sinna síðustu vikur. Það eru einungis nokkrir mánuðir síðan hún hóf störf sem heilbrigðisráðherra og hún hefur þurft að koma sér inn í starfið hratt en örugglega.

Read More
Kona má láta sig dreyma

,,Ef ég á að taka draum minn enn lengra væri ég jafnvel til í að sjá grænt svæði í staðinn fyrir malarbílastæðið, að Miklabrautin yrði sett í stokk og að 500 stúdentaíbúðir myndu rísa þar sem Fluggarðar standa núna. Kona má nú láta sig dreyma. “

Read More
Andlegir eftirskjálftar hrunsins

Hrunið, þið munið. Skemmtilegt orðbragð fyrir hrakandi geðheilbrigði heillar þjóðar frá árinu 2008. Hrunið mætti jafnvel kalla andlegt þjóðarmorð, með tilheyrandi ábyrgðar- og stefnuleysi íslensks þjóðfélags, sem hefur staðið yfir síðastliðinn áratug. Mig langar hins vegar að skipta birtingarmynd þeirra ára sem fylgdu í kjölfar hrunsins í þrjú lög út frá persónulegri reynslu.

Read More
Allt í legi! : Mikilvægi skimunar

Tiðni leghálskrabbameins hefur farið lækkandi á Íslandi og greinast nú um 15 konur á ári. Talið er að sú lækkun stafi einna helst af skipulögðum krabbameinsleitum eða svokölluðum skimunum. Skimanir á Íslandi hófust árið 1964 og hafa verið í umsjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbamein hefur þó farið minnkandi síðastliðin ár eða úr 82% árið 1992 í 67% árið 2016 og er það vissulega áhyggjuefni. Nú greinast íslenskar konur tölfræðilega yngri og með alvarlegra stig á leghálskrabbameini en áður en afleiðingar þess geta verið skaðleg áhrif á frjósemi og barneignir.

Read More
,,Tilgangur lífsins er að læra og vaxa“

Alda Karen Hjaltalín er tuttugu og fjögurra ára gömul, búsett í New York þar sem hún starfar sem ráðgjafi hjá fjórum fyrirtækjum. Nokkuð hefur verið fjallað um starf hennar hjá Ghostlamp þar sem hún er einnig meðeigandi. Stúdentablaðið hafði hins vegar áhuga á að heyra meira um nýtt verkefni hennar hjá fyrirtækinu Orchid. Orchid stefnir á að opna sérstakar heilalíkamsræktarstöðvar (e. Mind Gyms) á þremur stöðum í Bandaríkjunum og einum í Kanada. Alda ræddi einnig um mikilvægi þess að rækta sjálfan sig.

Read More
“Mostly sex stuff”

Alice Bower is a student of folklore at the University of Iceland. She recently won the standup competition Funniest Student 2018, an annual event held at Stúdentakjallarinn, organised by the Student Council’s Committee of Culture and Social Events in cooperation with Landsbankinn.

Read More
EnglishLísa Björg