Hefur þú tilhneigingu til þess að fresta hlutunum?

Hefur þú tilhneigingu til þess að fresta? Vantar þig aðstoð við tímaskipulagningu?

Margir kannast við það að fresta því að taka bensín á bílinn eða að skila bók á bókasafnið en einnig kannast margir nemendur við það að fresta því að vinna verkefni þar til á síðustu stundu. Í ljós hefur komið að stór hluti háskólanemenda hefur einhverja tilhneigingu til að fresta því sem þarf að gera. Frestunin getur haft misalvarlegar afleiðingar í för með sér og valdið einstaklingum vanlíðan. Ástæður þess að einstaklingar fresta geta verið ýmiss konar, og geta tengst vinnubrögðum í námi, tímastjórnun og skipulagningu.

Inga Berg Gísladóttir_2.jpg

En er hægt að losna undan því að fresta sífellt hlutunum? Svarið er JÁ!

Hjá NSHÍ geta nemendur fengið aðstoð við vinnubrögð í námi, tímaskipulag og aðra þætti sem hjálpa til við að losna undan frestunartilhneigingu. Hægt er að bóka viðtal hjá Náms- og starfsráðgjafa eða koma í opin viðtalstíma. Opnir viðtalstímar eru mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13-15:30 og á föstudögum frá kl. 10-12. Auk þess eru haldnir örfyrirlestrar í hádeginu um frestun á hverju  misseri.

Á námstækninámskeiðum sem NSHÍ býður upp á er einnig fjallað um frestun, auk annarrar gagnlegrar umfjöllunar. Auk þess eru á heimasíðu Náms-  og starfsráðgjafar, www.nshi.hi.is, gagnlegar upplýsingar sem nemendur geta nýtt sér við tímastjórnun og skipulagningu í námi, sem og til þess að bæta vinnubrögð sín til þess að losna undan því að fresta því sem þarf að gera.

Inga Berg Gísladóttir,
Náms- og starfsráðgjafi, NSHÍ