Íslenska þjóðfylkingin: „Eðlilegt að hóflegt innritunargjald sé tekið"

Teikning: Halldór Sánchez

Teikning: Halldór Sánchez

 

Þann 29. október ganga landsmenn til kosninga en að því tilefni lagði Stúdentablaðið nokkrar spurningar fyrir flokkana sem bjóða fram til Alþingis. Hér eru svör Íslensku þjóðfylkingarinnar um stefnu flokksins er varðar háskólana og málefni stúdenta.

Hver er stefna flokksins í málefnum háskólanna í stuttu máli?

 

Íslenska þjóðfylkingin vill efla háskólana, jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem úti á landi. Við teljum það mikilvægt í þágu þess að halda sem jafnastri byggð í landinu en ekki síður í þágu þess að allir hafi jafna möguleika til náms. Flokkurinn vill að fjárveitingar til háskólanna endurspegli rekstrarþörf hverju sinni. Við teljum eðlilegt að hóflegt innritunargjald sé tekið í háskóla landsins. Að öðru leiti að eiga opinberir háskólar gjaldfrjálsir til að tryggja rétt allra til náms óháð efnahag.

Hver er afstaða flokksins til Lánasjóðs íslenskra námsmanna?

Íslenska þjóðfylkingin vill að námslán verði að minnsta kosti að hluta til geti breyst í styrk. Flokkurinn stefnir á það að námlán verði tekin úr bankakerfinu. Flokkurinn sér ekki að það sé hagkvæmt að viðhalda núverandi fyrirkomulagi þar sem námsmaðurinn fær á sig aukakostnað vegna þess, s.s. í formi yfirdráttarvaxta o.fl. Íslenska þjóðfylkingin vill að tekjutengin milli námsláns og vinnu nemenda verði afnumin. Námslán miðist við lágmarksframfærslu og ef af einhverjum ástæðum námsmaður vill eða þarf að vinna með námi á honum að vera það leyfilegt án þess að það skerði námslánið. LÍN borgi námslán út í upphafi náms.

Er flokkurinn reiðubúinn til að gera allt hvað hann getur til að sjá háskólunum fyrir viðunandi fjármagni?

Eins og áður hefur komið fram telur flokkurinn það skynsamlegt og að það spari útgjöld að háskólarnir fái fjármagn sem endurspegli rekstrarþörf hverju sinni. Þannig að þegar nemendum fjölgi þá sjái ríkið til þess að fjármagn sé í samræmi við það en skeri það ekki við nögl.

Á skalanum 1 til 10, hversu mikilvægt telur flokkurinn að forgangsraða þurfi í þágu stúdenta og háskólanna? (1; alls ekki mikilvægt. 10; mjög mikilvægt)

Við teljum það mjög brýnt að búið sé að komandi kynslóðum nemenda með góðum aðbúnaði í háskólum og að skólarnir séu í hæsta gæðaflokki í samanburði við skóla í nágrannalöndum.

Teikning: Halldór Sánchez

Teikning: Halldór Sánchez