Nýr meirihluti í Stúdentaráði

Röskva vann sigur í kosningum til Stúdentaráðs 2017 en úrslit voru gerð kunn í gærkvöld. Ljóst liggur fyrir að nýr meirihluti tekur við en undanfarin ár hefur Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta verið í meirihltua í Stúdentaráði. Í Stúdentaráði Háskóla Íslands sitja 27 fulltrúar og fékk Röskva 19 menn kjörna en Vaka 8 en kjörsókn var 40,42%.

Á Félagsvísindasviði var kjörsókn 39,31%, Röskva fékk 4 kjörna og Vaka 3:

Nanna Hermannsdóttir (Röskva)
Katrín Ósk Ásgeirsdóttir (Vaka)
Jónas Már Torfason (Röskva)
Esther Hallsdóttir (Vaka)
Elísa Björg Grímsdóttir (Röskva)
Bjarni Halldór Janusson (Vaka)
Freyja Ingadóttir (Röskva)

Á Heilbrigðisvísindasviði var kjörsókn 51,51%, Röskva fékk 4 kjörna og Vaka 1:

Elísabet Brynjarsdóttir (Röskva)
Sigrún Jónsdóttir (Röskva)
Inga María Árnadóttir (Vaka)
Hrafnkatla Agnarsdóttir (Röskva)
Guðjón Trausti Skúlason (Röskva)

Á Hugvísindasviði var kjörsókn 34,23%, Röskva fékk 4 kjörna og Vaka 1:

Ingvar Þór Björnsson (Röskva)
Vigdís Hafliðadóttir (Röskva)
Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir (Röskva)
Sandra Silfá Ragnarsdóttir (Vaka)
Pétur Geir Steinsson (Röskva)

Á Menntavísindasviði var kjörsókn 33,23%, Röskva fékk 2 kjörna og Vaka 3:

Jónína Margrét Sigurðardóttir (Vaka)
Ásthildur Guðmundsdóttir (Röskva)
Hulda Sif Steingrímsdóttir (Vaka)
Thelma Rut Jóhannsdóttir (Röskva)
María Skúladóttir (Vaka)

Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði var kjörsókn 49,43%, Röskva fékk 4 kjörna og Vaka 1:

Baldur Helgi Þorkelsson (Röskva)
Kristjana Björk Barðdal (Röskva)
Jakob Þór Schram Eiríksson (Vaka)
Benedikt Traustason (Röskva)
Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir (Röskva)