Innlit í íbúðir stúdenta

Heimili geta verið eins ólík og þau eru mörg, og á það ekki síst við um heimili fátækra nema. Námsmenn þurfa oft að sýna útsjónasemi við innréttingar, og mörgum reynist erfitt að stunda nám, halda heimili og sinna jafnvel öðrum verkefnum á sama tíma. Stúdentablaðið heimsótti nokkra nemendur HÍ búsetta utan stúdentagarða, til þess að kanna hvernig fólki hefur tekist að koma sér vel fyrir, oft við þröngan fjárhag. Þær Guðbjörg Einarsdóttir, Halldóra Egilsdóttir, Glódís Björt Eyrúnardóttir og Sigrún Eir Þorgrímsdóttir buðu blaðamanni og ljósmyndara Stúdentablaðsins í heimsókn.

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Guðbjörg og Atli kærastinn hennar leigja mjög skemmtilega kjallaraíbúð í miðbænum ásamt Almari vini sínum, og hafa gert það í u.þ.b. 2 ár. Þau hafa komið sér vel fyrir í íbúðinni sem samanstendur af tveimur svefnherbergjum, baðherbergi og eldhúsi, en þau hafa þar að auki útbúið sér litla stofu í holi í íbúðinni. Íbúðina leigja þau með húsgögnum, en hafa bætt við í hana t.d. myndum á veggi, ljósaseríum og fleira skrauti.

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Sigrún Eir og Agnar eiga mjög rúmgóða og fallega íbúð í túnunum. Fjölbreytt og skemmtileg litapaletta einkennir íbúðina, en veggirnir eru málaðir í hinum ýmsu litum. Pottaplöntur, bækur, fallegar myndir og fleiri skrautmunir gera íbúðina sérstaklega heimilislega.

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Glódís2.jpg

Glódís leigir notalega íbúð á besta stað í Þingholtunum með frænku sinni. Þar búa þær með börnum þeirra beggja, og greinilegt er að oft er mikið fjör á heimilinu. Uppáhalds staður Glódísar í íbúðinni er mjög falleg stofa inn af borðstofunni, en þar finnst heimilisfólki gott að slaka á.

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Halldóra og Bjarni hafa komið sér fyrir í mjög huggulegri íbúð á Seltjarnarnesinu, en hana leigja þau með Eygló, vinkonu sinni og herbergisfélaga til fleiri ára. Íbúðin er stílhrein og sérstaklega fallega innréttuð, en stór gluggi er í stofunni sem hleypir góðri birtu inn og gerir mikið fyrir íbúðina.