Úrslit úr ljósmyndasamkeppni Stúdentablaðsins

Stúdentablaðið efndi til ljósmyndasamkeppni fyrir annað tölublað. Þema keppninnar var líf stúdentsins og voru þátttakendur hvattir til að hugsa út fyrir þemað, teygja það og toga.

1. Sæti - Á leið í lokapróf.  Ljósmynd/Anna Karen Richardson

1. Sæti - Á leið í lokapróf. Ljósmynd/Anna Karen Richardson

Myndir af ýmsum toga bárust en það er mynd Önnu Karenar Richardson sem ber sigur úr býtum, myndin „Á leið í lokapróf“ enda þótti hún mjög viðeigandi á þessum tíma árs.

2. sæti  Ljósmynd/Anna Morris

2. sæti Ljósmynd/Anna Morris

Í öðru sæti lenti Anna Morris sem myndaði eldri hjón. Þau eru jafnframt nemendur í Háskóla Íslands og eru á sjötugsaldri. Hjónin heita Tom og Orilee og hafa verið gift í 36 ár. Tom leggur stund á doktorsnám en Orilee lærir hagnýta íslensku sem annað mál ásamt Önnu Morris. Anna segir um parið :  „Þau eru gullfallegt par og ég dáist að sambandi þeirra og ævintýragirni. Þau eru frábær fyrirmynd í námi og fjölskyldugildum.“ Myndin var tekin í Veröld.

3. Sæti, Dökkristað  Ljósmynd/Anna Karen Richardson

3. Sæti, Dökkristað Ljósmynd/Anna Karen Richardson

Anna Karen hreppti einnig þriðja sæti keppninnar með myndinni  „dökkristað“ sem tekin er með „double exposure“ aðferð.Annars eðlisRitstjórn