Bestu podköstin fyrir langferðalög

Sumardagurinn fyrsti er genginn í garð, og þegar við tökum okkur pásu frá lærdómnum til að njóta sólarinnar er gott að hafa eitthvað nýtt til að sökkva tönnunum í. Hvort sem þú ert á bílferðalagi, ferðast um álfuna í lest eða flýgur yfir hálfan hnöttinn er podkast (e. podcast) hinn fullkomni ferðafélagi. Nístandi hlátur, hugvekjandi uppgötvanir eða áhugaverðar umræður; þessi listi býður upp á eitthvað fyrir alla.

My Dad Wrote a Porno

mydadwrotea (1).jpg

Alveg sama á hvaða aldri þú ert, þá er hugsunin um foreldra þína að stunda kynlíf ógeðfelld. My Dad Wrote a Porno tekur vandræðalegheitin ennþá lengra með lestri Jamie Morton á mjög svo óerótískri, erótískri skáldsögu eftir föður sinn fyrir umheiminn. Undir höfundarnafninu Rocky Flintstone skrifaði faðir Mortons broslega sóðalegtævintýri um potta- og pönnusölukonuna Belindu Blumenthal.Í hverjum þætti fær Morton til sín þá James Cooper og Alice Levine til að sundurgreina hvern kafla í gegn um hláturstárin. Þetta er fyndnasta podcastið á markaðnum.

Casefile

casefilepod.jpg

Casefile er podcast um sönn sakamál sem hefur að geyma óendanlega marga þætti sem fjalla um alla þá hrollvekjandi glæpi sem þú getur ímyndað þér, allt frá Moors-morðunum, til Jonestown-sértrúarsafnaðarins, til drápshjóna sem þú hefur aldrei einu sinni heyrt um. Þættirnir eru allir skýrir og aðferðafræðilegir en efninu er skilað á dramatískan hátt.Stundum siturðu og hlustar á ónafngreinda sögumanninn og gleymir að það sem hann er að segja þér er staðreynd. Þegar þú manst svo að þessir glæpir áttu sér stað í alvöru lætur gæsahúðin ekki standa á sér. Casefilesannreynir það sem kemur fram í kynningarstefi podkastsins: “staðreyndir eru hræðilegri en skáldskapur.”

Slate Audio Book Club

Þetta er podcastið fyrir bókaorma. Í hverjum þætti hittast bókagagnrýnendur Slate ásamt fleiri þátttakendum og ræða vinsæla bók í klukkustund. Þáttastjórnendur skiptast á og bækurnar sem þeir ræða eru breytilegar í tegund og tíma. Það bregst ekki að stjórnendum Slate tekst að koma þér á óvart með gáfulegum athugasemdum og einlægri gagnrýni sem fær þig til að endurskoða álit þitt, jafvel á þínum uppáhaldsbókum. Að sjálfsögðu velurðu þætti þar sem rætt er um bækur sem þú hefur þegar lesið, því þeir kafa ofan í söguþráðinn af mikilli nákvæmni og afhjúpa atburðarrásina.

The Butterfly Effect

jonronsonbutterfly.jpg

Á síðasta ári stóð blaðamaðurinn Jon Ronson í hótelmóttöku og var að bíða eftir viðtali við klámstjörnu. Þegar hún gekk inn náði opingá stara móttökustarfsmannsins athygli Ronsons og fékk hann til að velta því fyrir sér hvers vegna fólki líður svona óþægilega í kring um klámstjörnur þegar þær eru ekki á sjónvarpsskjánum. Podkastið hans um klám er ótrúlega nærgætið og kannar hvernig líf stjarnanna er í raun og veru. Beinskeitni hans er grípandi og hann sviptir hulunni af fjölda staðreynda um iðnað sem yfirleitt er sveipaður dulúð.

Goodnight Stories for Rebel Girls

Goodnight Stories for Rebel Girls er byggt á alþjóðleðlegri, samnefndri metsölubók og er andprinsessuævintýrapodkast um ótrúlegar konur sem veita innblástur. Höfundarnir og skapararnir Elena Favilli og Francesca Cavallo vinna að því að veita milljónum stúlkna og kvenna um allan heim innblástur til þess að dreyma stærra, stefna hærra og berjast af meiri krafti með því að segja þeim sögur af alvöru kvenhetjum úr öllum heimshornum. Þetta feminíska podkast inniheldur 12 mínútna langar frásagnir af mögnuðustu konum sögunnar, eins og Harriet Tubman (lesið af Tarana Burke, stofnanda #MeToo) og Yusra Marfini (lesið af höfundinum og hvatningarræðukonunni Diana Nyat). Þetta er andagiftandi og upplífgandi podkast fyrir allan aldur.

Buried Truths

Háskólaprófessorinn, Pulitzer Prize-vinningshafinn og blaðamaðurinn Hank Klibanoff hefur framleitt podkast sem kafar ofan í óréttlætið að baki óleystra morðmála sem tengjast borgararéttindum. Buried Truths kafar ofan í rasismann sem er ríkjandi í bandarískri sögu. Í Suðurríkjunum árið 1948 ákvað hópur Georgíufylkismanna að þeir hefðu fengið nóg af spilltu kerfinu. Klibanoff skoðar verknað þeirra, sem og skelfilegar aðgerðir hvítra þjóðernissinna. Þetta er ótrúlegt og hreyfandi podkast sem kennir okkur mikilvægi sögu sem má aldrei gleymast.

Stuff You Should Know

stuffyoushouldknow.jpg

SYSKer podkast sem hefur verið til lengi og á sér gríðarstóran aðdáendahóp. Þáttastjórnendurnir Chuck Bryant og Joch Clark dífa sér í fjölbreytileg málefni, allt frá Stokkhólmsheilkenninu til æxlabarna, frá fullnægingum til ljónatamninga. Podkastið fyllti greinilega gat í markaðnum fullkomlega, og hefur nú framleitt yfir eittþúsund þætti og leitt til myndbandsþáttaseríu og lifandi flutnings. Það er ekkert handrit en samtal fróðra þáttastjórnendanna er skírt og upplýsandi. Hver einasti þáttur kemur á óvart og mun skilja þig eftir með fullnægjandi “huh”-i.

Þýðing: Þorgerður Anna Gunnarsdótti

MenningEve Newstead