Sumarið er tíminn til að lesa!

Sumarið er tíminn til að lesa, vera úti, njóta sólarinnar og heimi nýrra orða. Hvort sem það eru hrollvekjur, ljóðabækur eða ævisögur, hér eru nýjustu bækurnar til þess að sökkva sér ofan í í sumar.

Sing Unburied Sing eftir Jesmyn Ward

Sing unburied.jpg

Önnur bók Jesmyn Ward, Sing Unburied Sing, vann til verðlauna í heimalandinu. Sagan segir frá lífi brotinnar fjölskyldu sem býr við strendur Mexíkóflóa í Missisippi og er glansandi ljóðræn athugun á fjölskyldu, kynþætti, fíkn og missi. Leonie, kona af afrísk amerískum uppruna, keyrir með börnin sín tvö að sækja hvítan föður þeirra í fangelsi. Saga Ward segir frá ferðalagi en ferðast einnig aftur í tímann og tekst á við arfleifð þrælahalds og kynþáttahaturs í sveitum Suðursins. Frásögnin er á tímum sjálf meðvituð en einnig ómótstæðileg. Jafnvel eftir að hafa flett síðustu blaðsíðunni mun þig dreyma um persónur hennar, bæði lifandi og dauðar.

 

Stúlkurnar eftir Emmu Cline

Stúlkurnar.jpg

Bók Emmu Cline, The Girls, sem kom út árið 2016 er átakanleg lýsing æsku og spillingar. Evie er örvæntingarfullur unglingur sem býr í sólríku Kaliforníu. Hún yfirgefur leiðinlega tilvist sína til þess að gerast meðlimur í hópi Manson dýrkenda. Manson fjölskyldan, kommúna sem var leidd af fjöldamorðingjanum Charles Manson á sjöunda áratugnum, hryllti bæði og heillaði fólk á sínum tíma ekki aðeins vegna mannsins sem leiddi hana en einnig vegna þeim fjölda ungra stúlkna sem fylgdu honum. Skáldsaga Cline kafar ofan í hugarheim þessara stúlkna með augum Evie sem er bæði hugtekin af hættulegu hugarástandi þeirra og spillt af löngun sinni til þess að tilheyra þeim. Cline lýsir þessum árum - sem einkennast af kynlífi, þráhyggju, sjálfmynd og stjórn - með sérstakri innilokunarkennd sem neyðir þig til þess að deila sársauka aðalpersónunnar í hverju orði.  

Sleeping Beauties eftir Stephen King og Owen King

Ef þú ert hrifin/n af hryllingssögum er þessi saga skrifuð af feðgunum Stephen og Owen King tilvalinn förunautur fyrir sumarið. Sleeping Beauties er hrífandi framtíðaraga bæjarins Dooling og kvennanna sem þar búa en þegar þær fara að sofa eru þær umvafnar einhvers konar lifruhýði. Það má ekki vekja þær í þessu ástandi og því eru mennirnir látnir einir eftir að ráða fram úr. En aðalpersóna bókarinnar Eve er ónæm fyrir svefnveikinni. Bókin er löng og þétt á köflum og inniheldur fjölda persóna en hún er einnig grípandi og vekur mann til umhugsunar með áliti sínu á hlutverkum kynjanna og myrkari hliðum mannlegs eðlis.

Eleanor Oliphant is Completely Fine eftir Gail Honeyman

Gail Honeyman veitir verðandi rithöfundum um allan heim innblástur. Kveikjan að fyrstu skáldsögu hennar átti sér stað þegar hún varð 40 ára og hafði skifað meðfram fullu starfi. Bókin hefur verið á lista til tilnefninga til fjölda verðlauna ásamt því að hafa unnið til Scottish Book Trust’s Next Chapter verðlaunanna. Hlý og heillandi bók sem fjallar um líf Eleanor Oliphant, konu sem lifir ágætu lífi þar til hún hittir Raymond og Sammy. Þau mynda með sér undarlega vináttu sem opnar hjarta hennar og fá lesandann til að hlægja og gráta í senn. Eleanor Oliphant is Completely Fine fjallar um mikilvægi mannlegrar tengingar og er fullkomin bók fyrir þá sem vilja smá gleði í sumar.

Daring to Drive: The Young Saudi Woman Who Stood Up to a Kingdom of Men eftir Manal Al-Sharif

Þessi ævisaga er grípandi frásögn trúrækinnar konu frá Sádi Arabíu sem gerðist óvænt leiðtogi hreyfingar sem styður rétt kvenna til þess að keyra. Dáleikarnir og hreinskilnin í skrifum Al-Sharif eru hrífandi. Bókin er lífleg frásögn af lífi hennar og baráttu sem stelpa og kona í Sádi Arabíu en fangar einnig áhrifamikla seiglu allra kvenna sem lifa við harðstjórn. Verkið er upplýsandi og jafnvel þó að lögin sem bönnuðu konum í Sádi Arabíu að keyra hafi verið létt í byrjun árs er það ennþá áminning um mikilvægi samstöðu kvenna.

The Sun and Her Flowers eftir Rupi Kaur

Rupi Kaur hefur verið kölluð ljóðsjáld sinnar kynslóðar. Fyrsta ljóðasafn hennar, Milk and Honey, seldist í milljónum eintaka, var á metsölulista New York Times í hverri viku í heilt ár og hefur verið þýdd á yfir 30 tungumál. Ákaft hefur verið beðið eftir annarri bók hennar, The Sun and Her Flowers, sem hefur nú þegar setið í fyrsta sæti á metsölulista New York Times og er hún jafn himnesk og sú fyrri. Bókinni er skipt upp í fimm kafla – visna, falla, skjóta rótum, rísa og blómstra - og er ferðalag vaxtar og heilunar. Verk Kaur, sem hún myndskreytir sjálf, er lífleg athugun styrkleika og gleði og er því tilvalin til lesturs í sólinni.

The World Goes On eftir László Krasznahorkai

Þekkti ungverski rithöfundurinn og sigurvegari Man Booker International verðlaunanna 2015, László Krasznahorkai, hefur skrifað enn eitt framúrskarandi verk. The World Goes On, sem einnig er á lista yfir tilnefningar til Man Booker International verðlaunanna árið 2018, er samansafn 21 sagna sem skora á allar reglur skrifaðra texta. Sögurnar segja frá mismunandi persónum: ungverskum túlk sem er með fossa á heilanum, ferðamanni og risa á bökkum Ganges og barni sem vinnur í portúgalskri marmara námu. Hver einasta saga er ógleymanleg og jafn einstök og safnið sjálft. Glæsibragur höfundarins og áhugaverður stíll hans eru ólíkt öllu öðru sem finna má í samtímabókmenntum. Þú munt vera með öndina í hálsinum frá upphafi til enda.

Pachinko eftir Min Jin Lee

Pachinko.jpg

Pachinko fylgir eftir einstakri kóreskri fjölskyldu í gegnum margar kynslóðir á nær hundrað ára tímabili sem flytur frá friðsælu umhverfi við strendur Kóreu til óreiðukenndu borganna Osaka, Tokyo og Yokohama. Verðlaunabókin er töfrandi athugun á skyldurækni fjölskyldna, einstaklingseðli og trú. Min Jin Lee dregur upp smámynd af sögu kóreskra innflytjenda í Japan og erfiðleikanna sem þeir stóðu frammi fyrir. Þó að andlát sé freistandi valkostur fyrir persónur hennar sem leið til þess að forðast kynþáttafordóma og lítilvægi sem jaðarhópur fylgja því bæði félagslegar og sálfræðilegar afleiðingar. Hverri einustu persónu af þeim fjölda sem fram kemur í bókinni er gefið nafn og sú dýpt sem hún á skilið. Þar að auki vindur þykk skáldsagan ofan af sér á friðsælan hátt sem gerir hana að löngum en afslappandi lestri.

Þýðing: Lísa Björg Attensperger

MenningEve Newstead