Stúdentaleikhúsið sýnir kannibalíska kómedíu  

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Á hverju ári sýnir Stúdentaleikhúsið nýtt verk, annaðhvort nýja uppsetningu á eldra verki eða frumsamið leikverk. Áður hefur leikhúsið sett upp leikritin Stundarfriður, Nashyrningarnir og Djamm er snilld og fengu þau öll góðar móttökur á sínum tíma. Í ár setur Stúdentaleikhúsið upp frumsamið verk sem nefnist Igíl Redug og er fyrsta verk Natans Jónssonar.

„Við byrjuðum á að taka viðtöl við leikstjóra, heyrðum hugmyndir frá þeim og ákváðum að fylgja því sem leikstjórinn vildi gera. Við völdum Natan sem var að skrifa verk sem hann kynnti sem kannibal kómedíu. Næst voru haldnar prufur, inn kom leikhópur og skipað var í hlutverk,“ segir Þóranna Gunný, formaður Stúdentaleikhússins.

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Leikritið segir frá Leifi sem er að býður Gesti í heimsókn. Þeir kynntust á spjallsíðu á netinu og er Leifur búin að skipuleggja hið fullkomna kvöld fyrir þá tvo en í ljós kemur að Leifur bauð Gesti heim til sín til þess að borða hann. Leikritið fjallar um hvernig mannát hefur birst í mannkynssögunni og hvernig trúarbrögð og örvænting hefur áhrif á gjörðir fólks.

Verkið er innblásið af raunverulegum atburðum og fékk höfundur hugmyndina frá því sem Arwin Meiwes gerði í Þýslandi árið 2002 en hann og annar karlmaður gerðu samkomulag að Meiwes mætti drepa og borða manninn.

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Um persónu sína, Leif, segir leikarinn Ingólfur Gylfason: „Leifur er svona reklúsa og hengur mikið á internetinu. Hann er siðblindur og fær fólk til að gera hluti sem hann vill að það geri. Leifur stundar mannát vegna þess að hann vill verða guð.“ Inngólfur sækir innblástur í fyrri hlutverk þegar hann túlkar Leif en einnig í Jókerinn úr kvikmyndinni The Dark Knight.

Verkið ögrar hugmyndum um trúarbrögð og mörk. Venjulegir einstaklingar eru settir í framandi og janfvel ógnvekjandi aðstæður.  Það var frumsýnt 23.janúar og standa sýningar fram í febrúar. Miðaverð er 3000 krónur og er leikritið sýnt í sýningarsal á Garðatorgi. Stúdentablaðið mælir eindregið með að skella sér í leikhús á þessa einstöku sýningu.

Ingólfur Gylfason, leikari, Þóranna Gunný Gunnarsdóttir formaður Stúdentaleikhússins og Vilhjálmur Ólafsson aðstoðarleikstjóri.  Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Ingólfur Gylfason, leikari, Þóranna Gunný Gunnarsdóttir formaður Stúdentaleikhússins og Vilhjálmur Ólafsson aðstoðarleikstjóri. Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir