Kjarni þúsaldar kynslóðarinnar í fjórum hlaðvörpum / Podcasts for the self-proclaimed millennial

Stúdentablaðið/Unsplash

Stúdentablaðið/Unsplash

Varúð: Þessi grein inniheldur útlensku. Í ljósi þess að okkar kynslóð kann að jafnaði góða ensku hefur höfundur ákveðið að þýða ekki þá hluta greinarinnar sem fjalla um bandarísk hlaðvörp heldur að leyfa þeim að halda sinni rödd. Fjöldi bóka, kvikmynda og Netflix þátta hafa fjallað um líf þúsaldar kynslóðarinnar á undanförnum misserum. Er þessari grein ætlað að fræða og skemmta þeim sem vilja kynnast lifnaðarháttum kynslóðarinnar nánar og miðar að því að fanga kjarna hennar í gegnum þessi fjögur hlaðvörp.

Disclaimer: This article contains a foreign language. Due to the nature of the podcasts, the author has chosen not to translate the parts of the article that are in Icelandic, and instead let the podcasts speak for themselves. Many books, films and Netflix shows have discussed the lives of millennials through recent years. This article is meant to educate and amuse those who are interested in the millennial phenomenon. Through these four podcasts it aims to capture the essence of millennial thought and behaviour.

MillennialMeganTann.png

Millennial

At the beginning of an episode of Millennial, you can hear host Megan Tann whisper into the mic in her home studio, aka her closet. It doesn’t take long until you feel very familiar with her voice, which, just like that of a friend you’ve known for years, is comforting to listen to and has the ability to erase any type of loneliness you might be feeling. Megan, a photojournalism graduate, started Millennial as a passion project in 2014 as she navigated her way into adult life, dealing with everything that comes with it: internships, jobs, relationships and family. In just three years, she turned her hobby into a full-time job. The show got sponsored by Radiotopia and reached up to 400 thousand downloads a month. If that isn’t a millennial story, I don’t know what is. But it isn’t her success that brings you back to Megan's voice again and again. It’s the struggles that she encounters on the way and her ability to be completely vulnerable with the audience. Essentially, Millennial is exactly how she describes it: “a podcast about what people never teach you – how to maneuver your 20s.”

FílalagBergurEbbiogSnorri.png

Fílalag

Að hlusta á þá Snorra Helgason og Berg Ebba í Fílalagi er eins og að hlusta á tvo félaga í heita pottinum í Vesturbæjarlaug ræða lífið, tónlist og heimspeki. Þér finnst þú ekki eiga erindi í samtal þeirra en samt geturðu ekki hætt að hlusta vegna þess að það sem þeir láta af vörum er einfaldlega of áhugavert. Reyndar gæti alveg verið að þú myndir rekast á annan hvorn þeirra í heita pottinum einn daginn. En það er bara Ísland. Fílalag er ekki aðeins hlaðvarp um tónlist heldur einnig umfjöllun um poppmenningu í stærra samhengi. Í hverjum þætti taka þeir Snorri og Bergur Ebbi fyrir eitt lag og rýna í það í menningarlegu, heimspekilegu og tónlistarlegu samhengi. Þeir skoða tíðaranda og tískustrauma hvers lags fyrir sig en það sem er skemmtilegast við þættina er að hlusta á þá félaga varpa fram hugmyndum og vangaveltum um tónlistina, tengsl hennar við minningar og menninguna sem umhverfist hvert lag fyrir sig. Þeim tekst að fá þig til að hlægja og á sama tíma öðlast meiri virðingu fyrir tónlistinni. Ég ætla ekki að segja meira um Fílalag en “fílið þetta bara og fokk svo off” eins og þeir segja svo fallega sjálfir.

SmáPlássElínogSunna.jpg

Smá pláss

„Í þessum nútímaheimi samfélagsmiðla og glansmynda er mikilvægt að koma fram með eitthvað sem er hrátt og heiðarlegt.“ Þetta sögðu þær Sunna Axels og Elín Elísabet Einarsdóttir, þáttarstjórnendur Smá pláss, í viðtali við Stúdentablaðið í haust. Efni þáttanna nær allt frá umræðum um sjálfsfróun og fullnægingar kvenna yfir í umræður um líf pólskra kvenna á Íslandi, ásamt öllu þar á milli. Þættirnir eru oft persónulegir þar sem þær Sunna og Elín ræða hluti sem standa þeim nærri og deila eigin reynslu með hlustendum. Saman vinna þær að því að auka plássið sem konur taka í daglegu tali og lífi auk þess að opna fyrir og lífga upp á umræðuna um femínisma á Íslandi. Í heimi þar sem femínismi er oft notaður sem söluvara sýnir Smá pláss fram á að ekki er allt sem telst vera femínismi jákvætt og hvetur til gagnrýninnar hugsunar fremur en hugsunarlausrar eftirfylgni. Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þær Sunna og Elín séu að enduruppgötva feminíska umræðu á Íslandi en á þeirra einstaka hátt tekst þeim að endurmóta hana og gera hana aðgengilegri breiðari hóp fólks. Þó að RÚV núll höfði sérstaklega til ungs fólks geta amma og afi einnig hlustað á Smá pláss og lært að það er engin skömm í því að rúnka sér. Það er jafnvel nauðsynlegt.

ByTheBookPanoply.png

By the Book

If I had to name two features of millennial behaviour, it would be their love of reality TV and self-help books. What could be better, then, than a podcast which combines both? Jolenta Greenberg and Kristen Meinzer are the hilarious duo behind the podcast By the Book, where they choose to live by the rules of a different self-help book for each episode to figure out which ones, if any, might actually be life changing. Have you been watching Marie Kondo teaching people how to tidy up on Netflix? It’s based on the book The Life Changing Magic of Tidying Up. And they did it first. French Women Don’t Get Fat? Of course they tried it. Men are from Mars, Women are from Venus? You bet they read it. But the brilliance of the podcast is not in these books and the hilarious but often painful experiences of living by them; rather, it’s in their communication. Like close friends who don’t always agree on everything but have unconditional love and respect for one another. Most importantly though, the podcast teaches us in a lot of ways what we all need to learn: how to love ourselves so that we may become happier, healthier, and last but definitely not least, learn to make fun of ourselves.