Hvaða fornöfn á ég að nota og hvernig?

Það getur virst flókið að nota rétt fornöfn um einstaklinga. Sagnfræðineminn Valgerður Hirst Baldurs, Vallý, tók saman fræðandi umfjöllun um fornöfn á Instagram reikningi sínum í gær. Hán ítrekar að það sé mikilvægt að spyrja einstaklinga hvaða fornöfn þeir nota um sig sjálfa og muna að það er ekki hundrað í hættunni þó fólk ruglist. „Þetta er eins og að ruglast á nöfnum, man segir bara sorry og heldur áfram”, segir Vallý. Hér birtir Stúdentablaðið umfjöllun háns í heild sinni og vonar að fornafnanotkun virðist einfaldari eftir lesturinn.

Mynd/Vallý

Mynd/Vallý

Hún og hann

hún og hann eru persónufornöfn sem flest okkar þekkjum og notum 💫
.
⚡️ geta ‘hún’ og ‘hann’ verið kynlaus?
.
⛄️strangt tiltekið, já, öll orð geta haft mismunandi merkingu fyrir hvert og eitt okkar
.
♾‘hún’ og ‘hann’ eru notuð af mörgum kynsegin einstaklingum af ýmsum ástæðum - oft af því að það er auðveldara, og þar er bara frábært!
.
🌱það að einhver noti “kynjuð” fornöfn gerir þau ekki minna kynsegin
.
‘hún’ og ‘hann’ eru persónufornöfn eins og ‘hán’, ‘hín’, ‘héð’, og ‘þau’

Mynd/Vallý

Mynd/Vallý

Þau

þau í eintölu, eins og ‘they’ í ensku 👯‍♂️
.

‘they’ hefur lengi vel verið notað sem eintölufornafn þegar kyn einstaklings sem talað er um er ekki vitað
.
🐝hér áður snéri margt kynsegin fólk snéri að ensku af því að íslenskan gerði ekki ráð fyrir því - notkunin á ‘they’ hefur því smitast yfir í íslensku sem ‘þau’ í eintölu
.
💃🏾munum svo að orð eru bara orð og við megum nota og leika okkur með þau eins og við viljum
.
‘þau’ er persónufornafn eins og ‘hún’ og ‘hann’

Mynd/Vallý

Mynd/Vallý

Héð

héð, stundum skrifað hé eða hén 🦄
.
💕‘héð’ er búið til og notað af @gudmunda_smari
.
☝🏼þar sem við eigum svona mikið af skemmtilegum og mismunandi fornöfnum þá skiptir máli að spurja
.
‘héð’ er persónufornafn eins og ‘hún’ og ‘hann’

Mynd/Vallý

Mynd/Vallý

Hín

hín fallbeygist eins og vín 🍷
.
🍀’hín’ er ekki jafn þekkt og ‘hán’ en er töluvert notað
.
🌞ástæðan fyrir því að við eigum til nokkur kynhlutlaus fornöfn er sú að kynsegin fólk kom ekki saman til þess að búa til “hið eina sanna kynlausa fornafn”
.
🦋ekki allir samsvara sig við ‘hán’ og því er bara fínt að hafa úrval
.
‘hín’ er persónufornafn eins og ‘hún’ og ‘hann’

Mynd/Vallý

Mynd/Vallý

Hán

hán fallbeygist eins og lán 💸
.
☂️‘hán’ er best þekkt af kynhlutlausu fornöfnunum
.
✨‘hán’ var kynnt til sögunnar af @villiljos í grein inná knuz.is árið 2013
.
🤷🏼‍♂️ég fæ stundum spurninguna “ert þú svona hán?” en það er röng notkun á orðinu! það er eins og að spurja “ert þú svona hún?”
.
‘hán’ er persónufornafn eins og ‘hún’ og ‘hann’

Mynd/Vallý

Mynd/Vallý

Hvaða fornöfn notar þú?

hvaða fornöfn notar þú?
.
🌿fornöfn eru stór hluti af sjálfsmynd margra og því skiptir máli að við virðum þau og leggjum okkur fram við að nota þau rétt
.
⚧ kynhlutlaus fornöfn eru tiltölulega ný af nálinni og því eðlilegt að fólk sé ekki alveg með þau 100% á hreinu
.
🌜það sem skiptir mestu máli er að hlusta, læra og æfa sig
.
🌸það er allt í lagi, og skiljanlegt, að ruglast stundum - þá biðst man bara afsökunar og heldur áfram
.
❗️venjum okkur á að spurja um fornöfn