“101 Flash Fictions”

Arstidir.jpg

Translation: Julie Summers

 

Karítas Hrundar Pálsdóttir is the author of the book Árstíðir – sögur á einföldu máli (Seasons – Stories in Simple Language), which was released in January. The book is aimed at people learning Icelandic as a second language.

 

“My experience as a language learner sparked the idea”

Árstíðir is based on Karítas’ master’s project in creative writing at the University of Iceland (UI). Previously, Karítas earned a BA in Icelandic with a minor in Japanese, also at UI. For her BA thesis, she compared Icelandic and Japanese grammar and explored the methods used to teach the two languages to adult learners. The experience proved useful when she started writing the stories that would eventually become Árstíðir. “I spent a year studying Japanese at Waseda University in Tokyo, and my experience as a language learner sparked the idea for this book,” says Karítas. Besides Japan, Karítas has lived in Denmark, Minnesota in the United States, and, most recently, Spain. “I was involved in teaching Icelandic at Waseda University and then later here at UI,” she says. Some of the stories in the book are based on Karítas’ experiences in Japan. For example, two stories are directly tied to teaching Icelandic and touch on the question of why Japanese students are interested in the Icelandic language. One of a hundred universities worldwide where Icelandic is taught, Waseda offers both beginning and intermediate courses.

 

Reading for enjoyment

The book contains a total of 101 short, concise stories, or “flash fictions.” Karítas says that in her own language learning experience, she’s found it useful to read stories written in simple language, but there’s a lack of such stories in Icelandic. “So I decided to write these stories, specifically with adult readers in mind,” says Karítas. “I also wanted the stories to have a cultural component, to introduce readers to Icelandic culture, values, and traditions,” she adds. To that end, a section at the back of the book provides explanations and helpful information about select stories, for example introducing readers to some of the famous Icelanders mentioned in the book. “Readers should be able to learn something from these stories, but first and foremost I hope they will enjoy themselves and have fun reading the book,” says Karítas in closing.

Karítas says  there’s a lack of stories written in simple language in Icelandic. Photo/Contributed

Karítas says there’s a lack of stories written in simple language in Icelandic. Photo/Contributed

Two stories from the book:

Maj

Það er eitt ár síðan ég kom til Kaupmannahafnar. Ég er að læra verkfræði í háskólanum. Núna sit ég fyrir utan skólastofuna og bíð. Við hliðina á mér situr Maj. Hún er dönsk og heitir eins og mánuðurinn maí. Við erum að fara í munnlegt próf. Maj er næst í röðinni. Svo er komið að mér. Ég er stressuð. Prófið er á dönsku. Ég fer yfir glósurnar mínar og reyni að muna allt sem ég þarf að muna.

Dyrnar opnast. Kennarinn kemur fram á gang.

„Hver er næstur?“

Det er Maj – Það er Maj,“ segi ég.

Er det dig? – Ert það þú?“ spyr kennarinn.

Nej, det er Maj –Nei, það er Maj,“ segi ég.

Kennarinn skilur mig ekki. Maj stendur upp.

Ja, det er mig –Já, það er ég,“ segir hún.

Maj fer inn í prófið. Ég sit ein eftir. Það hljómar eins þegar ég segi Maj og mig – Maj og ég. Ég set hendurnar fyrir andlitið. Úff, þetta verður erfitt.

 

Á móti straumnum

Ég var mjög lengi að ákveða í hvaða menntaskóla ég vildi fara. Að lokum sótti ég um í Kvennaskólanum í Reykjavík og komst inn. Þegar ég sagði fólki að ég væri byrjuð í Kvennó var eins og það kæmi því ekkert á óvart.

„Þú ert svo mikil Kvennó-týpa,“ sagði það.

Ég vissi aldrei hvað það þýddi. Hefði ég ekki verið MR-týpa ef ég hefði farið í MR?

Þegar ég komst inn í doktorsnám var eins og fólk hefði líka séð það fyrir.

„Þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði frænka mín.

„Þetta vissi ég,“ sagði samstarfsmaður minn. „Þér eru ætlaðir stórir hlutir.“

En mér fannst ekkert sjálfsagt við þetta. Ég var sú fyrsta í stórfjölskyldunni til að fara í doktorsnám og það voru ekki einu sinni liðin hundrað ár frá því fyrsta íslenska konan lauk doktorsprófi. Ég er auðvitað að tala um Björgu C. Þorláksson sem lærði við Sorbonne-háskóla í París og útskrifaðist þaðan úr heimspeki árið 1926.

Ég get rétt ímyndað mér hvernig Björg ögraði þeim fyrirframgefnu hugmyndum sem fólk hafði um hana. Björg synti á móti straumnum. Hún var fræðikona á tímum þar sem eingöngu karlar störfuðu sem háskólakennarar. Hún barðist við krabbamein og seinna geðræn vandamál á tímum þar sem hvers konar veikindi voru tabú. Afrek Bjargar gleymdust. Kannski af því fólk hafði fordóma gagnvart geðsjúkdómum. Eða af því hún var kona.

Ég hef komist að niðurstöðu: Fólk sér bara það sem það vill sjá. En ég vil að það sjái mig. Ekki eins og það vill að ég sé. Heldur eins og ég er. Ég vil ekki vera einhver ákveðin týpa. Ég vil bara vera ég.