Jákvæð mismunun og fjölbreytni: Málsvarar fjölbreytileika og eitrað kaffistofuslúður

Þýðing: Þórunn Halldórsdóttir

Með hraðri hnattvæðingu og uppgangi í fjarvinnu hefur fjölbreytni í ráðningum verið talið besta leiðin fram á við í átt að útópískri framtíð jafnra tækifæra og fjölbreytni fyrirtækja. Aftur á móti, eins og flest önnur frumkvæði í jákvæðri mismunun, leynast oft flækjur undir yfirborðinu.

Í þessari grein munum við íhuga fullkomlega ímyndað hugbúnaðarfyrirtæki, Morphemes hf, sem hefur unnið sig upp úr fátækt, hefur vel stæða, betur tengda stofnendur af viðeigandi þjóðerni sem ná óvæntum árangri. Það finnur nú fyrir þrýstingi til að auka fjölbreytni í vinnuafla sínum og tryggja að það knýji fram menningu án aðgreiningar, en við munum kanna nokkrar mögulegar gryfjur sem þau gætu fallið í.


Málsvari fjölbreytileika

Stofnendurnir stefna á að varpa ljósi á starfsmann eða ráðningaraðila, valinn úr núverandi starfskrafti sínum, setja hann í hlutverk „málsvara fjölbreytileika“ og leggja í þeirra verkahring að ráða nóg af fólki til að hlífa fyrirtækinu við reiði internetskríls og einstaka rannsóknarblaðamanns. Þessi milliliður er skaðlegur fyrir feril allra sem ráðnir eru samkvæmt áætlun um jákvæða mismunun og allar fjölbreytniráðningar geta talist hafa verið „uppgötvaðar“ af fyrrnefndum millilið.

Slembin fjölbreytni

Fyrir þennan tiltekna punkt skaltu íhuga opið hugbúnaðar verkefni (e. open source) sem viðhaldið er af ímyndaða fyrirtækinu okkar. Oft eru ákveðnir viðburðir undirstrikaðir sem annað hvort „nýliðavænir“ eða „fylgjandi fjölbreytni“. Opin hugbúnaðarverkefni hafa skýra og opinbera skrá yfir öll framlög. Að leyfa framlög á lægra stigi, á meðan á töfrasýningum, býr bara til rugling meðal væntanlegra þátttakenda og gerir samfélaginu engan greiða. Fyrirtækið hefur þá í raun sett öryggi hugbúnaðarins í hendur viðburðastjóra.

Sýningar og mælingar

Mælikvarði sem oft er notaður í fjölbreytni er hlutfall „minnihluta“ eða minnihlutahópa í tilteknu starfi. Þetta er hins vegar undarlegt þegar sett er í samhengi við störf sjálfviljugra. Fyrir hugbúnaðarfyrirtæki má spurningin „af hverju eru ekki nógu margir forritarar frá X“ ekki vera eini drifkrafturinn þar sem það knýr fram þær hugmyndir sem fjallað er um næst.

Aðskilin en jöfn

Fyrir utan neikvæð tengsl við kynþáttaaðskilnað í Bandaríkjunum, er hugmyndin um að vera aðskilinn en jafn frekar ríkjandi í iðnaðinum. Ímyndaða fyrirtækið okkar, Morphemes hf, gæti boðið upp á „uppbótar“ námskeið til að efla forritara úr ákveðnum hópum til að gera þá meira aðlaðandi fyrir ráðningar. Vandamálið í þessu tilfelli er að ráðningaraðilar fyrirtækja gætu freistast til að vanmeta sterka hæfileika sem myndu uppfylla skilyrði fyrir aðgerðir um jákvæða mismunun.

Að því gefnu að Jill tilheyri þjóðernismeirihluta og er aðeins minna hæf en Jasmin, gæti ráðningaraðili þannig ráðið Jill á meðan hann biður Jasmin um að fara í gegnum uppbótarnámskeið til að námskeiðið skili betri útskriftarnemum auk þess sem Jill er ekki gjaldgeng fyrir fyrrnefnda áætlun um jákvæða mismunun.

Þvinguð trúboðun

Eftir að hafa ráðið sér nýjan, fínan, fjölbreyttan starfskraft er ekki aðeins ætlast til þess að starfskrafturinn sé undir handleiðslu „málsvara fjölbreytileikans“, heldur gæti hann oft verið neyddur til að styðja við fjölbreytni á opinberum vettvangi. Þetta er ekki endilega rangt eða jafnvel umdeilt, en aftur á móti er þetta aukalegt og ólaunað verkefni þar sem eina réttlætingin er sú að starfskrafturinn er flokkaður sem fjölbreytileika ráðning.

Annað áþreifanlegt dæmi; Elena er fulltrúi samfélags sem allajafna er minna sýnilegt á vinnumarkaðnum. Með ráðningu geta verið væntingar til hennar að leiðbeina „öðrum eins og henni“ og að taka þátt og benda í umræðum á næmni og aðgreiningu. Þetta er óæskileg athygli sem Elena kann að þola illa og hún ætti að vera laus við þá væntingar að gera meira en jafngildur starfskraftur úr meirihluta.

Plástrar og ályktanir

Tókenismar. Hvítir bjargvættir. Jákvæð mismunun. Milliliðir.
Þetta eru allt slæmir hlutir sem hafa þarf í huga þegar hugað er að áhrifum hvers kyns áætlunar sem ætlað er að auka fjölbreytileika. Með því að taka út milliliði, veita öllum ráðningaraðilum næmniþjálfun og fjarlægja kröfur um erfiða mælikvarða, mun iðnaðurinn hagnast mun meira en með núverandi ráðstöfunum. Mikilvægur þáttur er ekki að fjarlægja jákvæða mismunun, heldur að tempra hana þannig að hún komi til viðbótar venjulegu ráðningarferli. Heiðarleiki og gagnsæi henta vinnustaðnum mun betur en þvingaðar aðgerðir sem miða að því að fela verri hluta mannlegs eðlis. Kannski er góð áminning að ef vinnustaður er með stjórn sem hefur fordóma gagnvart kynjum, kynþáttum og/eða kynhneigðum, þá væri best að vita það frá blábyrjun, í stað þess að komast að því mörgum árum seinna í viðtali fyrir stöðuhækkun!