Siðfræði í opnum hugbúnaði: Ábyrgð og sjálfbærni

Þýðing: Þórunn Halldórsdóttir


Í mörgum greinum mínum í Stúdentablaðinu hef ég látið fylgja beiðni þess efnis að vera ekki álitinn sérfræðingur. Hvað varðar siðfræði, þá játa ég enga formlega þjálfun. Aftur á móti knýr það í sjálfu sér eftirfarandi röfl og pælingar. Það gæti virst ósamræmi að spurningin um siðferðilega ábyrgð skuli ekki hafa skotið upp kollinum á námsferli mínum í efnaverkfræði, auk þess sem ég hef tekið ýmis námskeið, meðal annars í slysavörnum og sjálfbærni í iðnaði . Litið er á störf verkfræðinga sem leið að markmiði, hvert svo sem markmiðið kann að vera. Ná þau oft yfir grá svæði og krefjast því strangri fylgni við lagalega lágmarksskyldu. Við meðhöndlun úrgangs og hættulegra efna er byggt á lágmarkssamræmi, eins og í öryggisleiðbeiningum bygginga og verksmiðja. Það felst meðal annars í raunsæi, verkfræðisveitin er burðarás iðnaðarins, í eðli sínu er þessum vígum iðnvæðingarinnar, frá sinnepsgasi til vökvabrots, varla ætlað að stuðla að velvilja og hamingju fyrir alla.

Að breyta sjónarhornum um siðferðislega verkfræði

Blákaldurraunveruleiki stærðarhagkvæmni er sá að oft er krafis gríðarlegrar uppskeru til að örva vöxt. Þetta þarf samt ekki að vera svona. Frá mínu sjónarhorni sem útgáfuformaður [1] hjá American Institute of Chemical Engineering's Young Professionals Committee (AIChE-YPC), er siðfræði áberandi í hugum ungra verkfræðinga. Fólk vill gera betur. Þetta er einnig staðfest í hinu víðara iðnaðarsamfélagi eins og fram kemur í nýlegri skýrslu breska konunglega verkfræðifélagsins um siðferðilega verkfræði [2]. Hvað siðfræði vísindarannsókna varðar, hefur stór hluti samfélagsins tilhneigingu til að villast nær hlið kjarnorkuvopnateymisins í Los Alamos, þar sem þeir öxluðu enga ábyrgð á endanlegri notkun vísindalegra og tæknilegra afreka þeirra. Oft eru þeir sem fjalla um siðferði innan vísindasamfélagsins of langt frá þeim stað þar sem þörf er á þeim eða vinna í bergmálsklefa sem ætlað er að enduróma skoðanir þeirra fyrir almenningi.

Opin hugbúnaðarverkefni, hér skilgreind með óformlegum hætti sem verkefni sem dreift er með hugbúnaðinum án kostnaðar eða takmarkana, glíma einnig við hugtakið siðfræði. Við byrjum á því að fara yfir dæmi þar sem þetta kemur við sögu, ræðum svo um aðferðir við úrbætur og ljúkum með sjónarmiðum.

Sjálfvirkar tæknilausnir

Fyrst með COVID-19, og nú með flóttamenn, hefur hæfni okkar til að varpa upp áberandi vettvangi fyrir „mannúðarþjónustu“ orðið að endurtekinni þróun. Verkfæri opins hugbúnaðar eru oft notuð í þessu skyni, þar sem þau eru fljót að safna áhorfum. Hins vegar eru þessar lausnir oft aftengdar viðurkenndum starfsvenjum og dreifa röngum upplýsingum eða aðstoða jafnvel við mansal [3]. Stofnendur slíkra vettvanga eru oft ungir eða grunnhyggnir, ekki endilega slæmt fólk, en geta valdið gífurlega skaðlegum áhrifum. Það er til dæmis siðferðislega rangt að tengja flóttafólk í viðkvæmri stöðu við mögulega gestgjafa án nokkurs konar bakgrunnsathugunar á gestgjöfunum.

Siðferðileg leyfi

Venjulega snúast flestar umræður um leyfisveitingar í hugbúnaði um samfélag frjálsra og opinna hugbúnaða og tengd leyfi. Þær eiga sinn stall í fararbroddi lagalegrar umræðu (þótt siðferðileg staða þeirra hafi rýrst mjög af slæmum aðgerðum Richard Stallman og Free Software Foundation). Ný leyfi (sem safnað hefur verið af Organization for Ethical Source [4]) leitast við að brúa þetta ímyndaða bil. Hippókratesarleyfið [5] til dæmis „bannar sérstaklega notkun hugbúnaðar til að brjóta í bága við almenna staðla um mannréttindi“.

Refsiaðgerðir

FSF fer sjaldan, ef nokkurn tíma, með verkefni fyrir dómstóla vegna brota á GNU Public License, þó er það er líklegast til málaferla af öllum leyfisveitingaraðilum. Því miður eru tenging opinna hugbúnaðarverkefna og leyfa næstum alltaf valfrjáls. Þetta flækir málin gríðarlega. Það er ekki aðeins hætta á að viðhaldsaðilar opinna hugbúnaða og verkefna verði ólaunaðir verkamenn í stærri vistkerfum, heldur endar það einnig þannig að viðhaldsaðilar hafa litla sem enga stjórn á eigin vinnu. Þetta liggur að mestu leyti í hlutarins eðli. Þegar þeir hafa verið birtir vita vanir viðhaldsaðilar betur en að búast megi við að allir fari eftir viðeigandi leyfisreglum (þó það undanskilji ekki neinn frá því að flagga reglugerðum).

Beiting refsiaðgerða á opin hugbúnaðarverkefni eru erfiðar. Framlagsbann er fyrsta varnarlínan, en utan þess hafa sumir viðhaldsaðilar barist gegn því að hafa ekki fengið sanngjörn laun fyrir vinnu sína með skemmdarverkum á eigin verkum [6]. Þessi aðferð hefur líka verið útvíkkuð í refsiaðgerðir fyrir siðferðileg brot [7].

Sjónarhorn

Mannlegt eðli er andstyggilegt. Fólk er oftar en ekki eigingjarnt og nennir ekki einu sinni að leggja sig í líma við að lesa skjöl eða fylgjast með leiðbeiningum hvers kyns opins hugbúnaðar sem notaður er. Hönnuðir verða að tileinka sér slíkan þankagang. Á sama tíma getur útskúfun slæmra leikmanna og skemmdarverk byggð á staðsetningu tekið enn meiri toll. Það er nógu erfitt að tryggja stuðning við fjöldann, án þess að taka á sig byrðina af því að sigta í gegnum ásetning hins þokukennda notendahóps. Man verður að vera raunsætt. Þegar slæmur ásetningur er sannaður, eða jafnvel ef grunur leikur á þar um, þarf skjót og formleg viðbrögð. FOSS (Full Option Science System) verður alltaf að vera til staðar sem námstæki, til dæmis, þrátt fyrir aukinn kvíða, geta viðhaldsaðilar í raun ekki skaðað verkefni sem geyma afrit af kóða þeirra í tilgangi, segjum, gereyðingarvopns. Að banna svæði væri líklegra til að skaða saklausa notendur en að stöðva vopnaforrit. Okkur ber þó öllum skylda til að halda okkur við hæstu siðferðiskröfur og siðareglur. Þetta er eina leiðin í átt að jafnréttissamfélagi. Hugbúnaðarframleiðendur og vísindamenn geta ekki verið undanþegnir.

Heimildir

[1] https://www.aiche.org/community/sites/committees/young-professionals/leadership 

[2] https://www.raeng.org.uk/news/news-releases/2022/february/uk-engineering-community-urged-to-think-ethics-bef

[3] https://www.nytimes.com/live/2022/03/18/world/ukraine-russia-war#ukraine-refugee-poland-assault 

[4] https://ethicalsource.dev/licenses/

[5] https://firstdonoharm.dev/  

[6] https://www.businessinsider.com/developer-sabotages-open-source-github-code-libraries-protest-corporations-2022-1 

[7] https://www.technologyreview.com/2022/03/21/1047489/activists-are-targeting-russians-with-open-source-protestware/