Posts in Lífstíll
Allt í legi! : Mikilvægi skimunar

Tiðni leghálskrabbameins hefur farið lækkandi á Íslandi og greinast nú um 15 konur á ári. Talið er að sú lækkun stafi einna helst af skipulögðum krabbameinsleitum eða svokölluðum skimunum. Skimanir á Íslandi hófust árið 1964 og hafa verið í umsjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbamein hefur þó farið minnkandi síðastliðin ár eða úr 82% árið 1992 í 67% árið 2016 og er það vissulega áhyggjuefni. Nú greinast íslenskar konur tölfræðilega yngri og með alvarlegra stig á leghálskrabbameini en áður en afleiðingar þess geta verið skaðleg áhrif á frjósemi og barneignir.

Read More
,,Tilgangur lífsins er að læra og vaxa“

Alda Karen Hjaltalín er tuttugu og fjögurra ára gömul, búsett í New York þar sem hún starfar sem ráðgjafi hjá fjórum fyrirtækjum. Nokkuð hefur verið fjallað um starf hennar hjá Ghostlamp þar sem hún er einnig meðeigandi. Stúdentablaðið hafði hins vegar áhuga á að heyra meira um nýtt verkefni hennar hjá fyrirtækinu Orchid. Orchid stefnir á að opna sérstakar heilalíkamsræktarstöðvar (e. Mind Gyms) á þremur stöðum í Bandaríkjunum og einum í Kanada. Alda ræddi einnig um mikilvægi þess að rækta sjálfan sig.

Read More
Loftslagsveganismi

Ljóst er að ef lögum yrði breytt og lagst yrði í stórtækar breytingar á matvælaframleiðslu um heim allan, með það að markmiði að útrýma kjöt- og dýraafurðaframleiðslu á mat, gæti það haft umtalsverð áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda. En getur ein manneskja haft einhver raunveruleg áhrif með því að hætta kjötáti?

Read More
Becoming an adult

When I was younger I thought that every birthday would bring on a new stage of maturity and I would actually feel different. That the day after, I would feel a bit more like an adult and could leave the childish behaviours from the past year behind. Of course this does not happen. No one wakes up at the age of 10 and a day, packs away their playmobil and starts reading Fréttablaðið and gets interested in local politics.

Read More
Að verða fullorðinn

Þegar ég var yngri hélt ég að hver afmælisdagur fæli í sér ákveðna breytingu á þroskastigi mínu sem ég myndi bókstaflega finna fyrir. Að daginn eftir afmælið mitt myndi mér líða eins og ég væri ögn meira fullorðin og gæti sagt skilið við þá barnslegu hegðun sem tilheyrði árinu á undan. En að sjálfsögðu gerist þetta ekki svoleiðis. Þú vaknar ekki tíu ára og eins dags gamall, pakkar niður öllu playmóinu þínu og ferð að lesa Fréttablaðið og velta fyrir þér stjórnmálum landsins.

Read More