Posts in Menning
Veðurstofan varar við bókaflóði

Við Íslendingar erum fræg fyrir að taka hinum íslensku bókajólum hátíðlega. Hér á landi er löng hefð fyrir því að gefa og fá bækur í jólagjöf. Ys og þys einkennir bókabúðir landsins rétt fyrir jól sem er ekki að undra því hillurnar svigna undan rjúkandi heitum og kræsilegum bókum beint úr prentsmiðjunni.

Read More
Allt er gott þá frítt er

Hugsar þú stundum um allt það sem þú gætir gert ef þú ættir pening? Langar þig til þess að gera eitthvað skemmtilegt án þess að eyða peningum sem þú þarft í leigu og mat? Stúdentablaðið tók saman ókeypis hluti sem hægt er að gera í Reykjavík fyrir utan það að læra (sem þú ert hvort sem er að borga fyrir).

Read More
VIÐ TJÁÐUM OKKUR EN HÉLDUM MANNORÐINU

Jólabókaflóð ríður yfir. Halldór Armand er tekinn tali og tekið tal berst að ýmsu sem tal á helst ekki að berast að. Og skáldskapur er ræddur: fjármál rithöfunda. Tungumálsins framboð og eftirspurn. Svo ýmislegt: fullnaðarsigur samfélagsmiðla á listrænni miðlum, pólitískur rétttrúnaður, karlar í Morfís.

Read More
Iceland Airwaves 2018

Nú fer að styttast í nóvember, einn erfiðasta mánuð ársins. Það er of langt í jólafrí, of stutt í prófin, og við erum löngu búin að gleyma sumarfríinu. Sem betur fer getum við huggað okkur við það að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er rétt handan við hornið.

Read More
Bestu podköstin fyrir langferðalög

Sumardagurinn fyrsti er genginn í garð, og þegar við tökum okkur pásu frá lærdómnum til að njóta sólarinnar er gott að hafa eitthvað nýtt til að sökkva tönnunum í. Hvort sem þú ert á bílferðalagi, ferðast um álfuna í lest eða flýgur yfir hálfan hnöttinn er podkast (e. podcast) hinn fullkomni ferðafélagi. Nístandi hlátur, hugvekjandi uppgötvanir eða áhugaverðar umræður; þessi listi býður upp á eitthvað fyrir alla.

Read More
MenningEve Newstead
Konan alltaf fyrst og fremst kona

Í nóvember síðastliðnum var gefin út ný ensk þýðing á Ódysseifskviðu Hómers. Slíkt er þó varla í frásögur færandi - enskar þýðingar á hinni forngrísku Ódysseifskviðu eru um sjötíu talsins og það var ekki lengra liðið en rúmt ár frá annarri nýrri þýðingu á Ódysseifskviðu. Það sem þykir hins vegar markvert við þýðinguna frá nóvember 2017 er einkum tvennt: í fyrsta lagi þykir hún ,,fersk“ og í öðru lagi er þýðandinn, breski fornfræðingurinn Emily Wilson, kona. Hún er fyrsta konan til þess að þýða Ódysseifskviðu yfir á ensku.

Read More
Innblástur listamanns tölublaðsins : Korkimon

Melkorka Katrín eða Korkimon er ung myndlistarkona sem opnaði nýverið sína fyrstu einkasýningu, Metnaðargræðgi. Hún útskrifaðist úr myndlistarnámi við Sarah Lawrence skólann í New York 2017. Verk hennar eru fjölbreytt, allt frá skúlptúrum yfir í verk unnin úr ljósmyndum, en bera með sér ýmis sameiginleg stíleinkenni. Oft á tíðum eru þau hrá eða ókláraður bragur yfir þeim, og aflagaðir líkamshlutar eru algengt viðfangsvefni. Hér er það sem hefur veitt henni innblástur undanfarið.

Read More
Íslenska listasumarið 2018

Sumarið er handan við hornið og verður það smekkfullt af list, þá sérstaklega af tónlist. Ýmsir þekktir tónlistarmenn eru á leiðinni til landsins til að halda sína eigin tónleika, þar á meðal Billy Idol, Jessie J og Katie Melua. Tónlistarhátíðir og listahátíðir verða jafnframt áberandi í ár eins og áður. Það er því ekki seinna vænna að fara að kynna sér hvað íslenska listasumarið hefur upp á að bjóða og Stúdentablaðið kynnir hér brot af því besta.

Read More
Ljóðasamkeppni Stúdentablaðsins 2017

Stúdentablaðið efndi til ljóðasamkeppni nú á haustdögum í aðdraganda Alþingiskosninganna. Allir nemendur Háskóla Íslands voru hvattir til að senda inn ljóð en ljóðin þurftu á einn eða annan hátt að tengjast komandi kosningum eða atburðum síðustu mánaða sem leiddu til stjórnarslitanna.
 

Read More
MenningStúdentablaðið
Innblástur listamanns tölublaðsins : JÓHANN KRISTÓFER

Listafólki er margt til lista lagt. Það hefur unun á listum. En til þess að geta blásið út þarf listafólk fyrst að fá innblástur. Hér er því listi eftir listamann yfir þau verk sem hafa veitt henni innblástur undanfarið. Mælst er til þess við viðkomandi að valið sé eitt verk úr hverjum af eftirfarandi flokkum: tónverk, myndverk, textasmíð, kvikmynd og hönnun - en taumlausum listamönnum í flóknum skóm er þó leyft að fara frjálsum höndum um hvaða listform eru valin til að fylla sætin fimm.

Read More