Posts in Sjónarmið
Röskva ritar : Umhverfisfasistinn

„Is it too late now to say sorry umhverfi?“

Spyr ég sjálfa mig þegar ég hugsa til framtíðar umhverfismála við Háskóla Íslands. Með hækkandi Röskvusól á himni hef ég fulla trú á því að við verðum leiðandi í þessum málum. Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins og innan veggja hans finnst fólk sem er leiðandi á sínu fræðasviði í alþjóðasamfélaginu. Umhverfisstefna skólans er í dag heldur óljós og sama á við þegar horft er til Stúdentaráðs

Read More
SjónarmiðGuest User
Vaka ritar : Sjúkrapróf í janúar, afhverju ekki?

„Af hverju eru ekki bara sjúkrapróf í janúar“, hugsar Siggi og kveikir á Netflix.      Þótt sagan af Sigga sé spunnin úr hugarheimum höfunda byggir hún því miður á raunveruleika of margra stúdenta við Háskóla Íslands. Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. Því viljum við í Vöku beita okkur fyrir því að þau verði einnig haldin í janúar og koma þannig í veg fyrir að fleiri lendi í sömu aðstæðum og Siggi.

Read More
SjónarmiðGuest User
Röskva ritar : Tilgerðarleikarnir

,,Síðustu 28 árin hafa stefnumál fylkinganna þótt keimlík og jafnvel er hugmyndafræðin að baki þeim það einnig. Ef önnur fylkingin fær svo frábæra hugmynd sem hin fékk ekki, myndi vafalaust seinheppna fylkingin þó blessunarlega bjóðast til að hrinda henni í framkvæmd þegar sigurinn yrði í höfn."

Read More
SjónarmiðGuest User
20 hlutir sem ég elska við Ísland

- English below - 

Þegar ég flutti frá Barcelona til Reykjavíkur fann ég að hvorki fjölskylda mín né vinir skildu þessa ákvörðun fullkomlega. Það sem meira var, margir Íslendingar virtust hálfpartinn vorkenna mér líkt og ég hefði verið gerður útlagi og væri hér gegn vilja mínum.

Read More
The Exchange Student’s Survival Guide

The academic year is well underway and if you are an exchange student at Háskóli Íslands, then you are probably starting to notice the subtle ways in which Icelanders do life (and school) differently. With help from students who hail from countries far and wide, I have compiled a list of tips to help you cope with the inevitable culture shock of being an exchange student at Háskóli Íslands.

Read More
Helmingi meira eða tvöfalt meira?

„Við erum reyndar svo heppin að búa við mál sem breyti ekki tiltölulega blátt áfram tölum í flókin reikningsdæmi eins og t.d. Frakkar sem segja ekki sjötíu og fimm heldur þrítutttugu og fimmtán. Við reynum samt. Ef einhver á 75 ára afmæli þá segjum við að viðkomandi sé hálfáttræður þó að allir viti að 40 er helmingurinn af átta. Við höfum bara komið okkur upp samkomulagi um að miða við helminginn af leiðinni frá síðasta heila tug upp í þann næsta. Eins og það sé eitthvað eðlilegt við það.“

Read More
Þetta verður ókei

Það er endalaust verið að spyrja mig hvort ég hafi ekki áhyggjur af íslenskri tungu. Hvort ég missi ekki ítrekað svefn yfir læsi barna. Hvort þetta sé ekki allt saman á leiðinni lóðbeint niður í neðstu sokkaskúffu andskotans. Ég veit það svei mér ekki.

Read More
Ætti Reykjavík að heita Pyongyang?

Væri nú heimurinn ekki fullkominn ef allir gætu alltaf verið sammála? Svo er því miður ekki raunin. Verra er þó þegar rifist er um málefni líðandi stundar án þess að fólk hafi kynnt sér almennilega báðar hliðar þess. Í rökstólum Stúdentablaðsins færa fróðir og ósammála menn, að þessu sinni Hrafnkell Ásgeirsson og Hersir Aron Ólafsson, rök fyrir skoðunum sínum í von um að leiða umræðuna um heiti höfuðborgar Íslands í rétta átt.

Read More
Hvað er betra en að vera námsmaður?

„Hópavinna er eitt annað dæmið um ókosti þess að vera í námi þar sem það virðist ekki vera á færi okkar Íslendinga að stunda með góðu móti slíka iðju. Þó frændur okkar Danir séu þar framarlega í flokki virðumst við ekki hafa erft þá hæfileika sem til þarf í þeim listum. Maður lendir líka undantekningarlaust í hóp þar sem er þessi þarna eini... “

Read More
Fíknin mín

„Það var fallegt sumarkvöld. Ég lá í sófanum og horfði á HM í fótbolta. “Ætlarðu að horfa á alla leikina?” spurði betri helmingurinn. Mér fannst spurningin fáránleg. “Ætlum við ekki að gera neitt saman?” hélt hún áfram. Ég svaraði að hún gæti auðvitað horft á leikinn með mér. Bætti svo við að það væri stutt síðan við gerðum eitthvað saman. Reyndar mundi ég ekki nákvæmlega hvað það var en það er önnur saga.“

Read More
Myndir þú ferðast til Palestínu?

„Það er róandi að dunda sér við að tína fallega sívala nammið af tré sem tekur 500 ár að vaxa. Í þokkabót veitir þú heimamönnum vernd við tínsluna með nærveru þinni. Hermenn eru oftast ekki langt undan. En óttastu ei, það mun að öllum líkindum ekkert henda þig. Ísraelsher er ragur við að gera útlendingum illt því þeim er mikið í mun við að komast hjá alþjóðaumfjöllun um óréttlætið sem þeir beita á herteknu svæðum Palestínu, enda kolólögleg aðskilnaðarstefna sem þar fer fram.“

Read More