Posts in Lífstíll
Fimm fatamarkaðir

Með hækkandi sól og nýrri önn læðist oft að manni sú löngun að kaupa sér ný föt fyrir skólann eða skrallið en buddan er oft ansi létt eftir allt kaupæðið um jólin. Þá er upplagt fyrir hagsýna námsmenn að gera sér ferð í einhverja af þeim fjölmörgu fatamörkuðum sem eru á höfðuborgarsvæðinu.

Read More
LífstíllStúdentablaðið
Listin að breyta venjum

Hreyfing og mataræði hefur mikil áhrif á heilsu okkar og líðan. Þá hafa daglegar venjur mótandi áhrif á hvernig við lifum lífinu. Þegar við viljum bæta mataræðið eða koma hreyfingu inn í daglega rútínu þurfum við yfirleitt að breyta einhverjum venjum. Hver breyting þarf ekki að vera ýkja stór. Best er að setja sér nokkur lítil markmið og breyta venjum sínum smátt og smátt. Með tímanum geta þessar litlu breytingar svo gert gæfumuninn.

Read More
5 ómissandi jóladrykkir

Jólaglögg er til í ýmsum útfærslum en meginuppistaða hennar er yfirleitt hitað rauðvín og krydd. Talið er að Rómverjar hafi lagað jólaglögg fyrstir manna en elstu heimildir um drykkinn eru frá annarri öld eftir Krist. Siðurinn barst víða um Evrópu og loks til Norður-Ameríku og því eru til ótal tilbrigði af drykknum.

Read More
LífstíllStúdentablaðið
Þarftu að endurstilla hugarfarið?

Hugarfar fólks og áhrif þess á frammistöðu, hvatningu og vellíðan hefur verið rannsakað af Dr. Carol Dweck, prófessor við Stanford háskólann. Í fáum orðum gengur kenning hennar út frá því að til er tvenns konar hugarfar: festuhugarfar (e. fixed mindset) og gróskuhugarfar (e. growth mindset).

Read More
LífstíllStúdentablaðið
27 fúlir og tveir á bekknum - Laganámið eða Wembley?

„Ég var nú meiri vitleysingurinn að taka þessa ákvörðun, að vera hér að þvæla mér í gegnum þessar yndislegu lagaskruddur í stað þess að leiða liðið mitt út fyrir framan áttatíu þúsund manns á stórleikvangi í bikarúrslitaleik. Svona er þetta,“ segir fótboltakappinn og lögmaðurinn Guðni Bergs í stórskemmtilegu samtali við Stúdentablaðið.

Read More
8 athyglisverðir hópar á Facebook

Á Facebook eru til hópasíður um allt milli himins og jarðar. Sumar eru einstaklega venjulegar eins og síður fyrir meðlimi nemendafélaga við Háskóla Íslands eða litla vinahópa sem vilja halda sambandi. Inni á milli má hins vegar finna einstaklega áhugaverðar og sniðugar hópasíður sem manni dytti aldrei í hug að væru til.

Read More
Erfitt að vakna í skammdeginu

Þegar hátíð ljóss og friðar er liðin og landsmenn hafa tekið niður jólaljós er erfitt að komast hjá því að finnast myrkrið þrúgandi og hversdagsleikinn dimmur. Þrátt fyrir að vetrarsólstöður séu í desember og hægt sé að gleðjast yfir því að daginn fari aðeins að lengja, er sem áhrif myrkursins séu meiri fyrstu mánuði ársins. 

Read More