Posts in Annars eðlis
„Mér þykir vænt um Háskólann“

Tómas Guðbjartsson, yfirlækni á Landspítala Íslands og prófessor í skurðlæknisfræði, þarf vart að kynna fyrir fólki en hann varð landsþekktur á einni nóttu eftir að hafa bjargað Sebastiani Andrzje Golab, sem hafði fengið hnífsstungu í gegnum hjartað, á drengilegan hátt. Tómas var í kjölfarið kosinn maður ársins 2014 á Bylgjunni og Vísi og hefur verið mikið í umræðunni seinustu vikur vegna þátttöku sinnar í Endurreisn, herferð Kára Stefánssonar í átt að endurreistu heilbrigðiskerfi hér á landi.

Read More
Betrunarstefna eða refsingarvist? Í íslenskum lögum er hvergi minnst á betrun

Aðstæður fanga í fangelsum á Íslandi hafa verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Við lesum fréttir af hvítflibbaglæpamönnum sem verja afplánun sinni í einbýlishúsum á Kvíabryggju, heyrum að fangar geti vafrað að vild á netinu og jafnvel afplánað langar refsingar utan fangelsa. En er þetta í raun veruleiki fanga á Íslandi?

Read More
Stóra ostborgarasúpumálið

Þegar ég hélt að stafasúpa væri toppurinn á súpum veraldar birtist orðið „ostborgarasúpa“ á svörtum krítarvegg Hámu á grámyglulegum janúarmorgni. Fyrsta hugsunin var að þetta hlyti að vera á einhverskonar misskilningi byggt. Hamborgari er eins víðsfjarri súpuglundri eins og hægt er.

Read More
Helgi Hrafn: „Ég var algjör tossi“

Á kaffihúsi nokkru staðsettu steinsnar frá Alþingishúsinu mælti blaðamaður sér mót við Helga Hrafn Gunnarsson, formann þingflokks Pírata. Þegar hinn hárprúði tölvunjörður gekk glaður í bragði inn um dyrnar, hversdagslega klæddur og með bakpoka kyrfilega merktan lógói Pírata, er nokkuð óhætt að álykta að þeir fjölmörgu ferðamenn sem á kaffihúsinu sátu hafi ekki grunað að þar færi þingmaður og leiðtogi stjórnmálaflokks sem nýtur mests fylgis allra flokka á Íslandi.

Read More
Fræðsla er lykillinn: „Hinsegin“ hefur margar birtingarmyndir

Heiðrún Fivelstad er 21 árs gamall mann- og kynjafræðinemi við Háskóla Íslands. Heiðrún hefur verið virk í réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi og hélt meðal annars fyrirlestur á jafnréttisdögum MH. Í ljósi mikillar umræðu um réttindi hinsegin fólks á Íslandi undanfarið ákvað Stúdentablaðið að setjast niður með Heiðrúnu og taka mið af stöðu mála.

Read More