Posts in Háskólinn
Nýr meirihluti í Stúdentaráði

Röskva vann sigur í kosningum til Stúdentaráðs 2017 en úrslit voru gerð kunn í gærkvöld. Ljóst liggur fyrir að nýr meirihluti tekur við en undanfarin ár hefur Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta verið í meirihltua í Stúdentaráði. Í Stúdentaráði Háskóla Íslands sitja 27 fulltrúar og fékk Röskva 19 menn kjörna en Vaka 8 en kjörsókn var 40,42%.

Read More
Stúdentar fagna fullveldishátíð

Fullveldishátíð stúdenta er haldin hátíðleg í dag, 1. desember. Fjármögnun háskólastigsins það málefni sem verður í forgrunni á hátíðinni í ár en deginum hefur verið fagnað allt frá árinu 1922. Í áranna rás hafa hátíðarhöldin tekið þónokkrum breytingum og smám saman hefur dagurinn orðið að sérstökum hátíðardegi stúdenta.

Read More
„Háskólar í hættu:" Ætla að safna 20.000 undirskriftum

Stúdentahreyfingar allra háskóla landsins hófu í dag rafræna undirskriftasöfnun til að vekja athygli á verulegri undirfjármögnun sem stefni háskólum landsins í hættu. Undirskriftasöfnunin fer undir yfirskriftinni Háskólar í hættu og felur í sér áskorun til stjórnvalda um að forgangsraða í þágu menntamála og að framfylgja markmiðum um fjármögnun háskólakerfisins.

Read More
Er starfsnám rétti kosturinn?

Á síðastliðnum árum hefur fjöldi langskólagenginna Íslendinga aukist töluvert og margir glíma því við örðugleika við að finna sér starf sem hæfir menntun þeirra. Eftirspurn á vissum sviðum hefur þó aukist í takt við breytingar í samfélaginu og tækniþróun á meðan aðrar deildir virðast ekki hafa jafn beinar tengingar við atvinnulífið eða tilteknar starfsgreinar.

Read More
Hvernig metum við gæði kennslu?

Föstudaginn 15. mars var Kennslumálaþing haldið í fimmta sinn af Stúdentaráði, kennslumálanefnd, gæðanefnd og Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Þingið var haldið í fyrsta sinn árið 2012 að frumkvæði nemenda og síðan þá hefur verið blásið til þess árlega. 

Read More
U-beygja í námi

Ekki tekst alltaf að veðja á rétta braut í fyrstu atlögu. Mikið er um að háskólanemar skipti um námsbraut, þá iðulega snemma í náminu. Slík stefnubreyting er hvað algengust hjá fólki hefur háskólagöngu í beinu framhaldi af stúdentsprófi. Þau Frímann, Fjölnir og Helga hafa öll reynslu af því að taka „U-beygju“ í stefnu í námi sínu og miðla þessari reynslu í viðtali við Stúdentablaðið. 

Read More
„Mér þykir vænt um Háskólann“

Tómas Guðbjartsson, yfirlækni á Landspítala Íslands og prófessor í skurðlæknisfræði, þarf vart að kynna fyrir fólki en hann varð landsþekktur á einni nóttu eftir að hafa bjargað Sebastiani Andrzje Golab, sem hafði fengið hnífsstungu í gegnum hjartað, á drengilegan hátt. Tómas var í kjölfarið kosinn maður ársins 2014 á Bylgjunni og Vísi og hefur verið mikið í umræðunni seinustu vikur vegna þátttöku sinnar í Endurreisn, herferð Kára Stefánssonar í átt að endurreistu heilbrigðiskerfi hér á landi.

Read More
Plöntuveggur Stúdentakjallarans

Í iðrum Háskólans, í  hinum víðfræga Stúdentakjallara, vex blómlegur og bústinn plöntuveggur sem lífgar upp á tilveru bugaðra nemenda skólans (á þeim dögum þegar bjórinn dugar ekki til). Veggurinn er aðallega hugsaður fyrir stúdenta sem geta aldrei með nokkru móti öðlast græna fingur og drepa hverja einustu plöntu sem kemur inn fyrir þeirra dyr. 

Read More