Posts in Menning
Edrú á Sónar

Fimmtudagskvöldið gekk vel þrátt fyrir slæman undirbúning. Ég komst að því að það sem fólk gerir á tónlistarhátíðum felst einnig í því að skreppa út í sígó og á barinn. En þriðja ferðin á barinn til að kaupa Red Bull hljómaði ekki vel í eyrum mínum. Tommy Genesis fór á svið kl. 22.00 og var mjög flott. Hún hélt litla ræðu um að strákar mættu ekki klípa í rassinn á henni, bara stelpur. Síðan var GKR með mjög flotta grafík á sviðinu en alla athyglina tóku fínu rauðu stuttbuxurnar hans. Hann var víst að missa röddina en hélt þessu uppi allan tímann.

Read More
Almenningi boðið í „fullkomið brúðkaup"

Sýningin A Guide to the Perfect Human var frumsýnd í Tjarnarbíó síðastliðin föstudag en sýningin er sérstök fyrir þær sakir að í henni eiga sér stað raunveruleg brúðkaup. Aðeins verða haldnar þrjár sýningar en í hverri þeirra er nýtt par gefið saman og gestum boðið að taka þátt í brúðkaupsveislunni.

Read More
Stúdentar fagna fullveldishátíð

Fullveldishátíð stúdenta er haldin hátíðleg í dag, 1. desember. Fjármögnun háskólastigsins það málefni sem verður í forgrunni á hátíðinni í ár en deginum hefur verið fagnað allt frá árinu 1922. Í áranna rás hafa hátíðarhöldin tekið þónokkrum breytingum og smám saman hefur dagurinn orðið að sérstökum hátíðardegi stúdenta.

Read More
Talað um veðrið: Samskipti við ókunnuga í almenningssamgöngum

Það má nánast heyra saumnál detta í lestinni. Fólk lítur varla í kringum sig. Allir eru meðvitaðir um að vera ekki ágengir og virða persónulegt rými sessunauts síns í annars troðfullri lestinni. Kyrrðin er ekki rofin með „dulululu dulululu dululu-lu-lu“ Nokia- símhringingunni eða marimba Iphone hringingunni sem allir kannast við á Íslandi. Ástæðan er að hluta til sú að um er að ræða lest í Japan. Þar hvíslast fólk á þegar það þarf að tala saman en er annars í sínum eigin heimi, með andlitið ofan í símanum eða með tónlist í eyrunum. Reglur kveða á um að bannað er að tala í síma í lest. Undantekningarlaust virða Japanir regluna og ónáða ekki hver annan.

Read More
Afreksmaður á tveimur sviðum

Tónlistar- og íþróttamanninum Ara Braga Kárasyni er margt til lista lagt. Hann er áberandi í íslensku tónlistarlífi þar sem hann kemur fram bæði með sinni eigin hljómsveit, sem og með þekktu íslensku tónlistarfólki. Hann hefur einnig unnið fjöldamörg afrek í íþróttaheiminum en hann æfir frjálsar íþróttir með FH, ásamt því að sitja í íslenska landsliðinu.

Read More
Íslensk deitmenning er...

Að vera á stefnumótamarkaðnum er svolítið eins og að vera sífellt í atvinnuviðtali. Ég er búin að fara í þónokkur upp á síðkastið, því að auk þess að vera „raðdeitari“ í anda Taylor Swift, þá er ég einnig að glíma við krísuna: „Hvað skal gera við framtíð mína?”. Það sem ég á við með því að markaðurinn sé eins og stanslaust atvinnuviðtal er að það er sífellt verið að vega mann og meta.

Read More
"Lialogue" with Kælan Mikla

"Lialogues" do not have the same objective as traditional interviews, wherein questions are asked, and convenient truths are often told; truth which portrays the interviewee in a positive light. Since there is rarely such honesty in interviews that they take one’s interest by storm, we will go in the complete opposite direction, and let the interviewees answer whatever they want, as long as it’s not the truth.

Read More
Lygtal við Kæluna Miklu

Lygtöl fela ekki í sér sömu markmið og hefðbundin viðtöl, þar sem spurt er spurninga og iðulega er svarað þægilegum sannleik, sannleik sem lætur viðmælanda yfirleitt koma vel fyrir. Þar sem sjaldgæft er að finna svo innilega hreinskilni í viðtölum að þau gagntaki áhuga manns förum við í þveröfuga átt og leyfum viðmælanda að svara hverju sem hann vill, svo lengi sem það er ekki sannleikurinn.

Read More
MenningStúdentablaðið