FS alltaf á tánum

Valgerður Anna Einarsdóttir, eða Vala pepp eins og sumir þekkja hana, hefur starfað hjá Félagsstofnun stúdenta, FS, um nokkurra ára skeið, meðal annars sem sem dagskrárstjóri Stúdentakjallarans og hostelstýra á Student Hostel, en nú sem markaðsstjóri fyrirtækisins. 

Read More
Stúdentablaðið
Hvað er málið? — Mál beggja kynja

Um aldamótin seinustu birti Kvennakirkjan á Íslandi nýstárlega þýðingu á völdum köflum úr Biblíunni þar sem karlkyn gegnir ekki lengur þeirri hlutleysisstöðu sem það hefur haft í íslensku fram að þessu. Þar er hvorugkyn fleirtölu notað í hvívetna ef um hóp er að ræða. Í þýðingunni stendur meðal annars: „Þau sem trúa á mig munu lifa, þótt þau deyi“; í stað „Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi“.

Read More
Mikið álag og lág kjör fráhrindandi

Yfirvofandi kennaraskortur er ein stærsta áskorun stjórnvalda þegar kemur að menntamálum. Kennaranemum hefur fækkað mikið síðustu ár en spár gera ráð fyrir að eftir tólf ár fáist ekki menntaðir kennarar í helming stöðugilda í grunnskólum Reykjavíkur. Þá hefur forseti kennaradeildar Háskóla Íslands, Baldur Sigurðsson, sagt að skólakerfið verði orðið óstarfhæft eftir tíu til tuttugu ár ef ekkert verður að gert.

Read More
Loftslagsveganismi

Ljóst er að ef lögum yrði breytt og lagst yrði í stórtækar breytingar á matvælaframleiðslu um heim allan, með það að markmiði að útrýma kjöt- og dýraafurðaframleiðslu á mat, gæti það haft umtalsverð áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda. En getur ein manneskja haft einhver raunveruleg áhrif með því að hætta kjötáti?

Read More
Að vera sjúklega ástfanginn

Átak til að vekja athygli ungmenna á einkennum heilbrigðra, óheilbrigðra og ofbeldisfullra sambanda var sett á laggirnar í upphafi árs. Stígamót standa fyrir átakinu og nefnist það Sjúk ást. Titillinn er tvíræður, annars vegar er hin jákvæða merking þess að vera sjúklega ástfangin/-ið/-inn dregin fram og allt hið fallega sem snýr að kærleika og væntumþykju, en hins vegar stendur titillinn fyrir óheilbrigt ástand, það að vera ,,sjúklega” ástfangin/-ið/-inn.

Read More
Framtíðardagar

Framtíðardagar Háskóla Íslands, sem samanstóðu af dagskrá í boði Náms- og starfsráðgjafar HÍ, voru haldnir á Litla torgi vikuna 12. til 16. febrúar. Yfirskrift daganna að þessu sinni var Undirbúningur fyrir atvinnulífið og frá mánudegi til föstudags fengu áhugasamir nemendur hagnýtar upplýsingar um helstu skref sem taka þarf í atvinnuleit í formi fyrirlestra og kynninga.

Read More
Framtíðarsýn fyrir háskólasvæðið

Nemendur eiga að taka þátt í mótun þeirrar sýnar og hún þarf að fela í sér forgangsröðun í þágu stúdenta og háskólasamfélagsins í heild. Tími stakstæðra bygginga og illa skipulagðra bílaplana er á enda. Þau eru pínu eins og svínaskrokkarnir á Sæbrautinni; umferðarteppan er 800 manna biðlistinn inn á stúdentagarða.

Read More
„Við erum öll með eins hjörtu“

Höfði friðarsetur, samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, stóð fyrir ráðstefnu í Veröld – húsi Vigdísar nú í október þar sem fjallað var um þær áskoranir sem blasa við heiminum í dag. Markmið ráðstefnunnar var að leggja áherslu á þau jákvæðu áhrif sem ungt fólk getur haft á samfélagið.

Read More
Herborg.is

Herborg.is er ný íslensk vefsíða þar sem hægt er að bera saman lánakjör mismunandi lánastofnana sem veita húsnæðislán. Vefsíðan er ein sinnar tegundar á Íslandi, en þar er hægt að skoða hámarkslán, vexti, uppgreiðslugjöld, lántökugjöld og skilyrði fyrir lánveitingu fyrir allar tegundir lána.

Read More
1984 árið 2017

Yenomi Park, ung norðurkóresk kona, hélt nýverið erindi í Háskóla Íslands. Þar sagði hún sögu sína. Til að lýsa lífinu í Norður-Kóreu benti hún á líkindi við bækur George Orwell 1984 og Animal Farm og kvikmyndina The Truman Show.

Read More
Ljóðasamkeppni Stúdentablaðsins 2017

Stúdentablaðið efndi til ljóðasamkeppni nú á haustdögum í aðdraganda Alþingiskosninganna. Allir nemendur Háskóla Íslands voru hvattir til að senda inn ljóð en ljóðin þurftu á einn eða annan hátt að tengjast komandi kosningum eða atburðum síðustu mánaða sem leiddu til stjórnarslitanna.
 

Read More
MenningStúdentablaðið
Innblástur listamanns tölublaðsins : JÓHANN KRISTÓFER

Listafólki er margt til lista lagt. Það hefur unun á listum. En til þess að geta blásið út þarf listafólk fyrst að fá innblástur. Hér er því listi eftir listamann yfir þau verk sem hafa veitt henni innblástur undanfarið. Mælst er til þess við viðkomandi að valið sé eitt verk úr hverjum af eftirfarandi flokkum: tónverk, myndverk, textasmíð, kvikmynd og hönnun - en taumlausum listamönnum í flóknum skóm er þó leyft að fara frjálsum höndum um hvaða listform eru valin til að fylla sætin fimm.

Read More