Posts in Annars eðlis
Hvaða fornöfn á ég að nota og hvernig?

Það getur virst flókið að nota rétt fornöfn um einstaklinga. Sagnfræðineminn Valgerður Hirst Baldurs, Vallý, tók saman fræðandi umfjöllun um fornöfn á Instagram reikningi sínum í gær. Hán ítrekaði að það væri mikilvægt að spyrja einstaklinga hvaða fornöfn þeir noti og muna að það sé ekki hundrað í hættunni þó fólk ruglist. „Þetta er eins og að ruglast á nöfnum, man segir bara sorry og heldur áfram”, segir Vallý.

Read More
Umhverfisráðherra segir Íslendinga þurfa að einblína minna á hagvöxt

„Þetta er klárlega grafalvarlegt mál. Fyrir mér er þetta stærsta áskorun 21. aldarinnar,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra um neikvæða þróun í loftslagsmálum. „Mér finnst samt sem áður mikilvægt að við horfum á þetta sem áskorun, ekki bara sem vandamál. Það er merkingarmunur á því.“

Read More
Jólin: Kjöthlaup, Ikea geitin og smáréttir sem byrja á Y

Það getur verið mjög mismunandi hvernig og hvenær menningarsamfélög halda upp á jólin. Jólahefðirnar geta verið allt frá því að kaupa jólamatinn í KFC eða setja skóinn sinn upp í glugga. Sumar fjölskyldur hittast og skera út laufabrauð á meðan aðrar fara út og höggva niður jólatré. Stúdentablaðið náði tali af nokkrum háskólanemum sem voru tilbúnir til þess að segja aðeins frá því hvernig þeir halda upp á jólin og frá jólahefðum þeirra.

Read More
Geðheilbrigði er viðfangsefni samfélagsins í heild sinni

Ýmis mál sem snúa að heilbrigðisráðuneytinu hafa verið í brennidepli undanfarið. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur því haft mörgu að sinna síðustu vikur. Það eru einungis nokkrir mánuðir síðan hún hóf störf sem heilbrigðisráðherra og hún hefur þurft að koma sér inn í starfið hratt en örugglega.

Read More
Að vera sjúklega ástfanginn

Átak til að vekja athygli ungmenna á einkennum heilbrigðra, óheilbrigðra og ofbeldisfullra sambanda var sett á laggirnar í upphafi árs. Stígamót standa fyrir átakinu og nefnist það Sjúk ást. Titillinn er tvíræður, annars vegar er hin jákvæða merking þess að vera sjúklega ástfangin/-ið/-inn dregin fram og allt hið fallega sem snýr að kærleika og væntumþykju, en hins vegar stendur titillinn fyrir óheilbrigt ástand, það að vera ,,sjúklega” ástfangin/-ið/-inn.

Read More
„Við erum öll með eins hjörtu“

Höfði friðarsetur, samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, stóð fyrir ráðstefnu í Veröld – húsi Vigdísar nú í október þar sem fjallað var um þær áskoranir sem blasa við heiminum í dag. Markmið ráðstefnunnar var að leggja áherslu á þau jákvæðu áhrif sem ungt fólk getur haft á samfélagið.

Read More
Herborg.is

Herborg.is er ný íslensk vefsíða þar sem hægt er að bera saman lánakjör mismunandi lánastofnana sem veita húsnæðislán. Vefsíðan er ein sinnar tegundar á Íslandi, en þar er hægt að skoða hámarkslán, vexti, uppgreiðslugjöld, lántökugjöld og skilyrði fyrir lánveitingu fyrir allar tegundir lána.

Read More
1984 árið 2017

Yenomi Park, ung norðurkóresk kona, hélt nýverið erindi í Háskóla Íslands. Þar sagði hún sögu sína. Til að lýsa lífinu í Norður-Kóreu benti hún á líkindi við bækur George Orwell 1984 og Animal Farm og kvikmyndina The Truman Show.

Read More