Posts in Lífstíll
Taubleyjur til hjálpar umhverfinu

„Taubleyjur fá allt of sjaldan að vera valmöguleiki þegar kemur að bleyjuvali barna, að mínu mati. Það er sennilega sökum þess að fólk er almennt óupplýst um það hversu einfaldar þær eru í notkun. Þess vegna ákvað ég að skrifa stuttlega um mína reynslu af taubleyjum.”

Read More
Afleiðingar „hraðtísku"

Hinn týpíski íslenski túristi tiplar á tánum milli stóru fataverslananna í hvítu Nike Air Force skónum sínum og ASOS fatnaðinum á meðan hann sýpur á vanilluíslatte frá Starbucks. Hann kaupir sér nokkrar flíkur í Forever 21 og Zara  sem hann telur sig bráðvanta og enn fleiri flíkur í H&M enda munar hann ekkert um það. Þú hristir kannski hausinn yfir þessari frásögn. Eða ef til vill kannast þú við þennan einstakling, er ég kannski að lýsa þér?

Read More
„Bíllausa“ borgin Pontevedra

Undanfarin ár hafa yfirvöld ýmissa borga Evrópu tekið til sinna ráða til þess að sporna við mengun og hlýnun loftslags. Þetta hefur til dæmis verið gert með því að takmarka, eða jafnvel banna nánast alla bílaumferð. Borgin Pontevedra í Galisíu á Spáni er ein þessara borga, en á seinustu tuttugu árum hefur almenn bílaumferð þar verið markvisst minnkuð.

Read More
Fékk umhverfismál á heilann

Þann fjórtánda janúar hóf hlaðvarpsþátturinn Náttúrulaus í umsjón Sigrúnar Eirar Þorgrímsdóttur göngu sína á RÚV Núll. Þættirnir fjalla um umhverfismál með ýmis málefni í huga, svo sem veganisma, fólksfjölgun og samgöngumál. Sigrún hefur lengi haft áhuga á umhverfisvernd, en blaðamaður ræddi við hana um þáttinn og hennar upplifun og reynslu af umhverfismálum.

Read More
Umhverfisvæn heilsuefling

Kíktu á þessa grein ef þú hefur áhuga á að efla heilsuna í sátt og samlyndi við umhverfið! Notaðu stigann í stað lyftunnar, gakktu, hjólaðu eða taktu strætó á milli staða, taktu með þér nesti í fjölnota ílátum, taktu matarafganga í nesti, hlustaðu á símann á leiðinni heim og fleira og fleira.

Read More
Númer eitt, tvö og þrjú er að draga úr neyslu

Árið 2018 voru ýmis mál í fréttum, bæði hérlendis og erlendis, en þau sem standa mér einna næst eru loftslagsbreytingar og önnur umhverfismál. Síðustu ár hef ég gert ýmsa hluti til að vera umhverfisvænni og draga úr neikvæðum áhrifum mínum á jörðina og í ár er eitt áramótaheita minna að vera enn umhverfisvænni og hvet ég alla sem einn að gera slíkt hið sama.

Read More
Níu ráð til að búa sig undir hrun

Við erum á bullandi ferð í góðærisrússíbananum. Kampavínið flæðir um allt og tíu þúsund króna seðlarnir eru notaðir eins og klósettpappír. Góðærið er í hámarki segja sum, önnur telja að það muni aldrei taka enda. En hvað gerist svo? Er annað tvö þúsund og sjö á leiðinni? Mun spilaborgin hrynja á nýjan leik? Stúdentablaðið tók saman nokkur ráð fyrir ykkur til að vera tilbúin hruni. Guð blessi Ísland.

Read More
Valkostir fyrir grænkera í Hámu

Lífsstíll grænkerans hefur orðið sífellt vinsælli síðastliðin ár. Megininntak hans er að taka siðferðislega afstöðu gegn því að litið sé á dýr sem hráefni eða vöru. Grænkerar reyna því eins og kostur er að sniðganga kjöt og dýraafurðir, sem og annars konar nýtingu á dýrum. Jafnframt hafa margir fært sig nær grænkera-lífsstílnum síðastliðin ár sökum umhverfisverndar og enn aðrir heilsunnar vegna.

Read More