Posts in Menning
Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

Huldukonur er heimildasöfnunarverkefni í umsjón Ástu Kristínar Benediktsdóttur, Írisar Ellenberger og Hafdísar Erlu Hafsteinsdóttur og er samantekt á íslenskum heimildum sem fjalla um hinsegin kynverund kvenna og annars fólks sem litið er á sem konur frá árunum 1700 - 1960. Markmið verkefnisins er að gera þessar heimildir aðgengilegar fræðafólki, nemendum og almenningi og koma nýjum rannsóknum í hinsegin sögu af stað. Stúdentablaðið ræddi við Ástu Kristínu um tilurð verkefnisins og hinsegin sagnfræðirannsóknir.

Read More
Úr bókinni Dagatal – Sögur á einföldu máli eftir Karítas Hrundar Pálsdóttur

Karítas Hrundar Pálsdóttir er höfundur bókanna Árstíðir – Sögur á einföldu máli (2020) og Dagatal – Sögur á einföldu máli (2022) sem kemur út í næstu viku. Dagatal er sjálfstætt framhald af Árstíðum sem hefur notið mikilla vinsælda og verið kennd á ýmsum skólastigum á Íslandi sem og erlendis. Bækurnar innihalda 91–101 stuttar og aðgengilegar sögur sem fjalla um siði og venjur á Íslandi. Sögurnar eru skrifaðar sérstaklega fyrir lesendur með íslensku sem annað mál (á getustigi A2 til B2 samkvæmt Evrópurammanum). Þær styðja þannig hvort tveggja við tungumála- og menningarlæsi.

Sjá nánar, @arstidir_sogur á Instagram og

https://www.utgafuhus.is/products/arstidir-karitas-hrundar-palsdottir

Árstíðir hefur verið gefin út sem kilja, rafbók og hljóðbók þar sem tólf einstaklingar úr ólíkum áttum lesa sögurnar til að sýna að íslenska er allskonar.

Read More
MenningRitstjórn