Posts in Mest lesið
Mér vantar engan málstaðal, takk

Árið 2017 létu yfir þrjátíu þúsund Mexíkóbúar lífið í tengslum við stríðið gegn fíkniefnum. Hér á Íslandi geisar öðruvísi stríð. Vissulega hefur enginn fallið í valinn svo vitað sé og líklega myndu hin þágufallssýktu fórnarlömb ekki telja það smekklegt að þau séu borin saman við fórnarlömb raunverulegra harðinda. Hins vegar eiga þessi tvö ólíku stríð eitt sameiginlegt: bæði eru tilraunir til að breyta einhverju sem ekki verður breytt.

Read More
Baráttan gegn loftslagsvandanum getur ekki haldist í hendur við hagvöxt

Það að sigrast á loftslagsvandanum sem við stöndum frammi fyrir og halda áfram að einblína endalaust á hagvöxt gengur ekki upp. Þetta segir Rakel Guðmundsdóttir sem skilaði lokaverkefni sínu „Gerir margt smátt eitt stórt? Vistvæn neysluhyggja sem lausn á loftslagsvandanum“, til bakkalárgráðu í stjórnmálafræði nýverið.

Read More
Afleiðingar „hraðtísku"

Hinn týpíski íslenski túristi tiplar á tánum milli stóru fataverslananna í hvítu Nike Air Force skónum sínum og ASOS fatnaðinum á meðan hann sýpur á vanilluíslatte frá Starbucks. Hann kaupir sér nokkrar flíkur í Forever 21 og Zara  sem hann telur sig bráðvanta og enn fleiri flíkur í H&M enda munar hann ekkert um það. Þú hristir kannski hausinn yfir þessari frásögn. Eða ef til vill kannast þú við þennan einstakling, er ég kannski að lýsa þér?

Read More
Guð og spámennirnir í Hatara

„Í textanum sé ég mjög spámannleg skilaboð og get ekki annað sagt en að hljómsveitin Hatarar hafi spámannleg einkenni,“ segir Dagur Fannar Magnússon meistaranemi í guðfræði við Háskóla Íslands. Hann setti fram greiningu á framlagi Íslands til Eurovision á Facebook síðu sinni nýverið. Stöðuuppfærslan hefur vakið mikla athygli og hlotið 157 deilingar þegar þetta er skrifað.

Read More
"Vettvangur fyrir allt sem passar ekki inn annars staðar"

Sex nemendur í Háskóla Íslands, og einn grafískur hönnuður, móta ritstjórn nýs menningartímarits, tímaritsins Skandala. Tímaritinu er ætlað að birta tilraunakennd, óhefðbundin verk og verk skálda sem eru að stíga sín fyrstu skref. Nú eru einungis 15 dagar eftir af söfnun Skandala fyrir fyrsta tölublaði og biðla þau til velunnara að styðja við útgáfu tímaritsins.

Read More
„Mikilvægt að ungt fólki taki upplýstar ákvarðanir í sambandi við fjármál“

„Fjárráður - félag um fjármálalæsi“ er nýtt félag sem hyggst fræða ungt fólk um fjármál. Emil Dagsson, mastersnemi í fjármálahagfræði, einn stofnandi og formaður félagsins var fenginn til að ræða við Stúdentablaðið um Fjárráð. Hann telur að fólk sem er að taka sínar fyrstu stóru fjármálaákvarðanir vanti oft grundvallarþekkingu á fjármálaumhverfinu á Íslandi og því sé mikilvægt að til sé félag eins og Fjárráður.

Read More
VIÐ TJÁÐUM OKKUR EN HÉLDUM MANNORÐINU

Jólabókaflóð ríður yfir. Halldór Armand er tekinn tali og tekið tal berst að ýmsu sem tal á helst ekki að berast að. Og skáldskapur er ræddur: fjármál rithöfunda. Tungumálsins framboð og eftirspurn. Svo ýmislegt: fullnaðarsigur samfélagsmiðla á listrænni miðlum, pólitískur rétttrúnaður, karlar í Morfís.

Read More
Hagsmunamálið sem enginn talar um

Reykjavík er holótt borg. Hún hefur margt til brunns að bera, falleg við sundin, menningarborg Íslands, góð atvinnutækifæri og svo mætti lengi telja. En hún er engu að síður holótt. Þá er ekki átt við holurnar í götunum sem má sömuleiðis finna víða annars staðar heldur er átt við að sunnan við meginkjarna borgarinnar, þar sem hjarta Reykjavíkur slær, er auðn.

Read More
Segir fleiri leita til ættingja við kaup á fyrstu fasteign

„Það vantar gríðarlega mikið af húsnæði, við höfum verið að kortleggja húsnæðisþörfina og unnið bæði með Íbúðalánasjóði og aðilum vinnumarkaðsins,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Blaðamenn Stúdentablaðsins hittu Ásmund á dögunum og ræddu við hann um húsnæðisvandann sem mörg standa frammi fyrir.

Read More