Posts tagged #SónarReykjavík
Edrú á Sónar

Fimmtudagskvöldið gekk vel þrátt fyrir slæman undirbúning. Ég komst að því að það sem fólk gerir á tónlistarhátíðum felst einnig í því að skreppa út í sígó og á barinn. En þriðja ferðin á barinn til að kaupa Red Bull hljómaði ekki vel í eyrum mínum. Tommy Genesis fór á svið kl. 22.00 og var mjög flott. Hún hélt litla ræðu um að strákar mættu ekki klípa í rassinn á henni, bara stelpur. Síðan var GKR með mjög flotta grafík á sviðinu en alla athyglina tóku fínu rauðu stuttbuxurnar hans. Hann var víst að missa röddina en hélt þessu uppi allan tímann.

Read More