Posts in Háskólinn
Hvað veldur því að samfélag glatar menningu sinni?

„Í ritgerðinni fer ég í marga þætti og það vöknuðu ýmsar spurningar hjá mér, eins og hvernig Grænland kemur fyrir í fjölmiðlum, og fordómar hjá okkur Íslendingum. Þegar ég sagði fólki að ég væri að skrifa um Grænland í lokaverkefni mínu fékk ég týpísk svör um hvernig þeirra  þjóðfélag er, hvað þau væru drykkfelld og þess háttar.“

Read More
Styrkjakerfi að Norrænni fyrirmynd, hvað er það?

Mörgum núverandi og fyrrverandi háskólanemum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir heyra Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) nefndan á nafn. Núverandi námslánakerfi þykir úrelt og úr sér gengið. Undanfarinn áratug hafa íslenskir námsmenn á Norðurlöndunum reitt sig í auknum mæli á námslánasjóðina þar frekar heldur en LÍN. Raunin er sú að nú eru fleiri íslenskir námsmenn sem taka námslán og styrki frá norrænum lánasjóðum en þeir íslensku námsmenn sem búa erlendis og taka námslán hjá LÍN.

Read More
Hindrunarhlaup kvenkyns frumkvöðla

Kvenkyns frumkvöðlar hérlendis lenda í ýmsum hindrunum vegna kynferðis, segir Snæfríður Jónsdóttir viðskiptafræðingur. Snæfríður útskrifaðist frá Háskóla Íslands fyrir rúmu ári síðan og vann lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptafræði um eiginleika, hindranir og tækifæri kvenkyns frumkvöðla. Hún gerði rannsókn sem fólst meðal annars í því að ræða við konur sem hafa komið að frumkvöðlastarfsemi á einn eða annan hátt.

Read More
Nýsköpunar- og frumkvöðlastarf innan Háskóla Íslands

Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd er ein af þeim nefndum sem starfar undir Stúdentaráði og hefur það hlutverk að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarf meðal nemenda Háskóla Íslands. Forseti nefndarinnar er Katrín Björk Gunnarsdóttir, viðskiptafræðinemi, og segir hún okkur frá störfum og verkefnum nefndarinnar og mikilvægi hennar fyrir nemendur Háskóla Íslands.

Read More
Baráttan gegn loftslagsvandanum getur ekki haldist í hendur við hagvöxt

Það að sigrast á loftslagsvandanum sem við stöndum frammi fyrir og halda áfram að einblína endalaust á hagvöxt gengur ekki upp. Þetta segir Rakel Guðmundsdóttir sem skilaði lokaverkefni sínu „Gerir margt smátt eitt stórt? Vistvæn neysluhyggja sem lausn á loftslagsvandanum“, til bakkalárgráðu í stjórnmálafræði nýverið.

Read More
Tækni til bjargar Móður jörð

Bing Wu er nýr aðstoðarprófessor í Háskóla Íslands við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild. Bing bjó í Singapore í 14 ár, en ríkið er oft notað sem fyrirmynd fyrir grænar borgir. Í þessu viðtali er Bing spurð ýmissa spurninga sem varða umhverfismál á Íslandi og í Singapore, en hún er sérfræðingur í vatns- og skólpmeðferðum.

Read More
„Þörf er á aðgerðum núna“

Umhverfis- og samgöngunefnd er ein af undirnefndum Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem, líkt og nafnið gefur til kynna, vinnur að umhverfis- og samgöngumálum innan Háskólans. Forseti nefndarinnar er Ásmundur Jóhannsson og  gefur hann innsýn í störf nefndarinnar og þær áherslur sem nefndin telur að ættu að vera ríkjandi í umhverfis- og samgöngumálum innan Háskóla Íslands.

Read More
Þessi komust inn í Stúdentaráð

Úrslit kosninga til Stúdentaráðs voru kunngjörð fyrir helgi. Þar tókust á sömu tvær fylkingar og vant er, Vaka og Röskva. Röskva bar sigur úr býtum með meirihluta á öllum sviðum en tapaði þó einum fulltrúa frá því í fyrra. Þegar nýtt Stúdentaráð tekur við í maí munu því 17 fulltrúar frá Röskvu og 10 fulltrúar frá Vöku sitja í Stúdentaráði.

Read More
Fengu 400.000 krónur í umslagi

Hugrún, geðfræðslufélag sem stofnað var af hópi háskólanema árið 2016, fékk nýverið afhentar 400.000 krónur í umslagi frá Margréti Jónsdóttur. Peningurinn er styrkur til félagsins sem safnaðist í sjötugsafmæli Margrétar. ,,Hún afþakkaði allar afmælisgjafir en óskaði þess í stað eftir að áhugasamir myndu styrkja Hugrúnu. Allir meðlimir Hugrúnar eru sjálfboðaliðar og félagið er eingöngu rekið á styrkjum.”

Read More
„Ekki bara væl í stúdentum“

Jónas Már Torfason, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands, hefur nú á haustmisseri 2018 stýrt hlaðvarpsþættinum Umræðan sem Landsbankinn hefur staðið á bak við í samstarfi við Stúdentaráð, þar sem í hverjum þætti hafa verið tekin fyrir ákveðin málefni sem m.a. tengjast stúdentum og ungu fólki og má þar nefna fjármál stúdenta og atvinnumál, en þættina sjálfa má finna á Spotify.

Read More
Ættum við að hafa áhyggjur af uppgangi fasisma?

Pontus Järvstad er doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands. Í skrifum sínum hefur hann einblínt á fasisma og lauk nýlega skrifum á fræðilegum bókarkafla um andfasisma á Íslandi á millistríðsárunum fram til í dag. Kaflann skrifaði hann ásamt Ragnheiði Kristjánsdóttur, dósent í sagnfræði og mun hann birtast í bókinni ,,Antifascism in Nordic Countries“ sem kemur út um jólin.

Read More
Hvað er vel gert í málefnum fatlaðra nemenda innan HÍ?

Aðgengismál og málefni fatlaðra eru tíðræð málefni innan háskólasamfélagsins. Það er gömul saga og ný að margt megi bæta í þeim málaflokki, hvað varðar aðgengi að húsnæði, félagslífi og þjónustu. Nú þegar verið er að innleiða nýja hugmyndafræði í lög um þjónustu við þennan þjóðfélagshóp er einnig skiljanlegt að þessi umræða brenni á mörgum einstaklingum.

Read More
„Mikilvægt að ungt fólki taki upplýstar ákvarðanir í sambandi við fjármál“

„Fjárráður - félag um fjármálalæsi“ er nýtt félag sem hyggst fræða ungt fólk um fjármál. Emil Dagsson, mastersnemi í fjármálahagfræði, einn stofnandi og formaður félagsins var fenginn til að ræða við Stúdentablaðið um Fjárráð. Hann telur að fólk sem er að taka sínar fyrstu stóru fjármálaákvarðanir vanti oft grundvallarþekkingu á fjármálaumhverfinu á Íslandi og því sé mikilvægt að til sé félag eins og Fjárráður.

Read More
Aukinn fjölbreytileiki og umburðarlyndi

Sólveig Daðadóttir er einn af stjórnarmönnum Q-félagsins og fræðslustýra þess. Hún er 21 árs, á öðru ári í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands og er jafningjafræðari fyrir Samtökin ‘78. Um daginn mælti ég mér mót við hana á Háskólatorgi og fékk hana til að segja aðeins frá Q-félagi hinsegin stúdenta.

Read More
Lokaritgerðin: Breyttar áherslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

„Þessi ritgerð er mjög viðamikil. Ég er að skoða áhrif Washingtonviskunnar, eða Washington Consensus, sem er stefna í stjórn- og efnahagsmálum sem spratt upp á níunda áratug síðustu aldar, á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Sjóðurinn aðstoðar ríki sem lenda í vandræðum, líkt og í kreppunni á Íslandi,“ segir Tómas Guðjónsson sem nýverið skilaði lokaritgerð til BA-prófs í stjórnmálafræði.

Read More