Posts in Sjónarmið
Skiptineminn: Undskyld,  kan jeg have en kop kaffe?

Mig hefur alltaf langað að ferðast og fara í skiptinám, það er bara eitthvað spennandi við það að búa á nýjum stað, læra á umhverfið og sjálfa sig í leiðinni. Ég ákvað að henda mér ekki of djúpt í laugina og fór, eins og lærdómsfúsir Íslendingar hafa gert í gegnum tíðina, beinustu leið til Kóngsins Köben. Eftir nokkra pappírsvinnu var ég komin á flugvöllinn, ein tilfinningasprengja, eftirvæntingarfull og kvíðin.

Read More
Hagsmunamálið sem enginn talar um

Reykjavík er holótt borg. Hún hefur margt til brunns að bera, falleg við sundin, menningarborg Íslands, góð atvinnutækifæri og svo mætti lengi telja. En hún er engu að síður holótt. Þá er ekki átt við holurnar í götunum sem má sömuleiðis finna víða annars staðar heldur er átt við að sunnan við meginkjarna borgarinnar, þar sem hjarta Reykjavíkur slær, er auðn.

Read More
Beðmál í breyttri borg

Þekkið þið nokkuð þessa tilfinningu að þið getið fundið fyrir því hvað þið hafið þroskast mikið á síðastliðnum árum? Hafið þið einhvern tímann séð mynd eða þætti t.d. frá því þið voruð unglingar og upplifað ákveðna tilfinningu, svo horfiði á þetta aftur og upplifið atriðin allt öðruvísi?

Read More
Kona má láta sig dreyma

,,Ef ég á að taka draum minn enn lengra væri ég jafnvel til í að sjá grænt svæði í staðinn fyrir malarbílastæðið, að Miklabrautin yrði sett í stokk og að 500 stúdentaíbúðir myndu rísa þar sem Fluggarðar standa núna. Kona má nú láta sig dreyma. “

Read More
Andlegir eftirskjálftar hrunsins

Hrunið, þið munið. Skemmtilegt orðbragð fyrir hrakandi geðheilbrigði heillar þjóðar frá árinu 2008. Hrunið mætti jafnvel kalla andlegt þjóðarmorð, með tilheyrandi ábyrgðar- og stefnuleysi íslensks þjóðfélags, sem hefur staðið yfir síðastliðinn áratug. Mig langar hins vegar að skipta birtingarmynd þeirra ára sem fylgdu í kjölfar hrunsins í þrjú lög út frá persónulegri reynslu.

Read More
Hvað er málið? — Mál beggja kynja

Um aldamótin seinustu birti Kvennakirkjan á Íslandi nýstárlega þýðingu á völdum köflum úr Biblíunni þar sem karlkyn gegnir ekki lengur þeirri hlutleysisstöðu sem það hefur haft í íslensku fram að þessu. Þar er hvorugkyn fleirtölu notað í hvívetna ef um hóp er að ræða. Í þýðingunni stendur meðal annars: „Þau sem trúa á mig munu lifa, þótt þau deyi“; í stað „Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi“.

Read More
Framtíðarsýn fyrir háskólasvæðið

Nemendur eiga að taka þátt í mótun þeirrar sýnar og hún þarf að fela í sér forgangsröðun í þágu stúdenta og háskólasamfélagsins í heild. Tími stakstæðra bygginga og illa skipulagðra bílaplana er á enda. Þau eru pínu eins og svínaskrokkarnir á Sæbrautinni; umferðarteppan er 800 manna biðlistinn inn á stúdentagarða.

Read More
Traðkað á stúdentum

Haustið er loksins komið. Gul, rauð og brún laufblöð hafa fallið víðsvegar um háskólasvæðið. Í kaldri októberbirtunni er ekkert betra en að stíga á þurr laufblöðin og heyra viðkvæmu stilkana brotna. Bráðum kemur hins vegar veturinn, laufblöðin hverfa með blautum, köldum útsynningi og lokapróf taka við hjá kaffiþyrstum stúdentum sem virðast bara nýsestir í hörðu stólana í lesstofunum á Háskólatorgi.

Read More
Vísindi hugans

„Bókmenntafræði.. já, já. Þú veist að þú hefur alla burði til þess að fara í stærðfræði eða verkfræði er það ekki?“ segir ónefndur frændi minn og fitjar upp á nefið. Ég horfi í gaupnir mér. Kannski er þetta rétt hjá honum. Það er ekkert vit í því að greina ritverk í þaula og spá í samfélagi fyrri tíma. Spyrja sig hvers vegna við mennirnir séum hér á jörðinni og hvert sé hlutverk mannkyns. Eða hvað?

Read More
„Arsenal har tabt igen”

Ég vil koma því á framfæri að á meðan ég skrifa þetta sit ég á Joe & The Juice einhvers staðar í Danmörku þar sem deep house tónlistin er ærandi og mjög brúnt og græneygt „PrimaDonna-swim“-módel starir framan í mig. Mér líður eins og fanga í fangabúðum kapítalismans.

Read More
Margrét Erla Maack í krísu

Síðasti gestapenni Stúdentablaðsins að sinni er hin fjölhæfa sjónvarpskona Margrét Erla Maack. Ekki er nema áratugur frá því að Margrét átti sína 25 ára krísu en hún er fædd 1984. Margrét er fjórða í röðinni sem fjallar um þema næsta Stúdentablaðs með þessum hætti í aðdraganda útgáfu blaðsins en blaðið er fullt af greinum og umfjöllunum um þetta efni.

Read More
Elliði Vignisson í krísu

Elliði Vignisson er einn þekktasti bæjarstjóri landsins og kannast allflestir við hann. Elliði er þriðji gestapenni Stúdentablaðsins sem segir frá sinni 25 ára krísu en brátt styttist í næsta tölublað sem einmitt fjallar um það efni. Elliði er menntaður sálfræðingur og starfaði sem kennari um árabil. Hann er fæddur 1969 og er því ungur maður á 90‘s tímabilinu.

Read More