Posts in Sjónarmið
Hvað er betra en að vera námsmaður?

„Hópavinna er eitt annað dæmið um ókosti þess að vera í námi þar sem það virðist ekki vera á færi okkar Íslendinga að stunda með góðu móti slíka iðju. Þó frændur okkar Danir séu þar framarlega í flokki virðumst við ekki hafa erft þá hæfileika sem til þarf í þeim listum. Maður lendir líka undantekningarlaust í hóp þar sem er þessi þarna eini... “

Read More
Fíknin mín

„Það var fallegt sumarkvöld. Ég lá í sófanum og horfði á HM í fótbolta. “Ætlarðu að horfa á alla leikina?” spurði betri helmingurinn. Mér fannst spurningin fáránleg. “Ætlum við ekki að gera neitt saman?” hélt hún áfram. Ég svaraði að hún gæti auðvitað horft á leikinn með mér. Bætti svo við að það væri stutt síðan við gerðum eitthvað saman. Reyndar mundi ég ekki nákvæmlega hvað það var en það er önnur saga.“

Read More
Myndir þú ferðast til Palestínu?

„Það er róandi að dunda sér við að tína fallega sívala nammið af tré sem tekur 500 ár að vaxa. Í þokkabót veitir þú heimamönnum vernd við tínsluna með nærveru þinni. Hermenn eru oftast ekki langt undan. En óttastu ei, það mun að öllum líkindum ekkert henda þig. Ísraelsher er ragur við að gera útlendingum illt því þeim er mikið í mun við að komast hjá alþjóðaumfjöllun um óréttlætið sem þeir beita á herteknu svæðum Palestínu, enda kolólögleg aðskilnaðarstefna sem þar fer fram.“

Read More