Posts in Sjónarmið
Vísindi hugans

„Bókmenntafræði.. já, já. Þú veist að þú hefur alla burði til þess að fara í stærðfræði eða verkfræði er það ekki?“ segir ónefndur frændi minn og fitjar upp á nefið. Ég horfi í gaupnir mér. Kannski er þetta rétt hjá honum. Það er ekkert vit í því að greina ritverk í þaula og spá í samfélagi fyrri tíma. Spyrja sig hvers vegna við mennirnir séum hér á jörðinni og hvert sé hlutverk mannkyns. Eða hvað?

Read More
„Arsenal har tabt igen”

Ég vil koma því á framfæri að á meðan ég skrifa þetta sit ég á Joe & The Juice einhvers staðar í Danmörku þar sem deep house tónlistin er ærandi og mjög brúnt og græneygt „PrimaDonna-swim“-módel starir framan í mig. Mér líður eins og fanga í fangabúðum kapítalismans.

Read More
Margrét Erla Maack í krísu

Síðasti gestapenni Stúdentablaðsins að sinni er hin fjölhæfa sjónvarpskona Margrét Erla Maack. Ekki er nema áratugur frá því að Margrét átti sína 25 ára krísu en hún er fædd 1984. Margrét er fjórða í röðinni sem fjallar um þema næsta Stúdentablaðs með þessum hætti í aðdraganda útgáfu blaðsins en blaðið er fullt af greinum og umfjöllunum um þetta efni.

Read More
SjónarmiðGuest User
Elliði Vignisson í krísu

Elliði Vignisson er einn þekktasti bæjarstjóri landsins og kannast allflestir við hann. Elliði er þriðji gestapenni Stúdentablaðsins sem segir frá sinni 25 ára krísu en brátt styttist í næsta tölublað sem einmitt fjallar um það efni. Elliði er menntaður sálfræðingur og starfaði sem kennari um árabil. Hann er fæddur 1969 og er því ungur maður á 90‘s tímabilinu.

Read More
SjónarmiðGuest User
Sólveig Eiríksdóttir í krísu

Tilefni af þema næstkomandi blaðs „25 ára krísan“ fengum við til liðs við okkur nokkra gestapenna sem segja frá sinni 25 ára krísu. Annar til þess að stökkva til er matgæðingurinn Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Grænum kosti. Solla er fædd 1960 og átti sína krísu um miðjan níunda áratuginn.

Read More
SjónarmiðGuest User
Sigurður Pálsson í krísu

Tilefni af fjórða tölublaði Stúdentablaðsins fengum við nokkra gestapenna með okkur í lið og fjalla þeir um sig í tengslum við þema blaðsins „25 ára krísan“. Fyrstur til þess að ríða á vaðið er hinn þekkti og þjóðkunni, rithöfundur og skáld, Sigurður Pálsson fæddur 1948.

Read More
SjónarmiðGuest User
„Mér þykir vænt um Háskólann“

Tómas Guðbjartsson, yfirlækni á Landspítala Íslands og prófessor í skurðlæknisfræði, þarf vart að kynna fyrir fólki en hann varð landsþekktur á einni nóttu eftir að hafa bjargað Sebastiani Andrzje Golab, sem hafði fengið hnífsstungu í gegnum hjartað, á drengilegan hátt. Tómas var í kjölfarið kosinn maður ársins 2014 á Bylgjunni og Vísi og hefur verið mikið í umræðunni seinustu vikur vegna þátttöku sinnar í Endurreisn, herferð Kára Stefánssonar í átt að endurreistu heilbrigðiskerfi hér á landi.

Read More
Sendibréf frá skiptinema: Elín Margrét

Það tók ekki marga daga í París til að átta sig á því að allar klisjurnar eru sannar. Í lok ágúst á síðasta ári stakk ég af til Frakklands og hóf skiptinám við háskólann Sciences Po í París sem er þekktur fyrir nám á sviði stjórnmálafræði og alþjóðasamskipta. Ég get svarið það, ég var búin að vera í París í fjóra daga þegar mér varð ljóst að já, hér borða allir croissant, drekka espresso, reykja, ganga um með hatt og eru í sleik á almannafæri.

Read More
Takk, Photoshop!

Í hvert sinn sem ég sé mynd á Facebook eða Instagram sem hefur augljóslega verið lagfærð stafrænt til að fegra viðfangsefnið, þá er ómögulegt fyrir mig að gera ekki grín að því. Hvern heldur fólk að það sé að blekkja þegar það minnkar mitti sitt stafrænt svo mikið að baðherbergið verður kúpt inn á við eða pússar bólurnar svo ákaft af andlitinu að Barbie virðist vera raunsæ fyrirmynd?

Read More
Vaka ritar: "Excuse me do you speak English?"

Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? Svarið er einfalt. Heimurinn væri ekkert áhugaverður, hvorki til að skoða né kynnast. Það er að mín skoðun. Ég fer til annarra landa til þess að upplifa menningu þeirra. Ég fór til Frakklands til að drekka rauðvín og borða osta. Ég fór til Ítalíu til þess að borða pítsu og pasta. Mig langar til Japan til að borða sushi.

Read More
SjónarmiðGuest User
Röskva ritar : Umhverfisfasistinn

„Is it too late now to say sorry umhverfi?“

Spyr ég sjálfa mig þegar ég hugsa til framtíðar umhverfismála við Háskóla Íslands. Með hækkandi Röskvusól á himni hef ég fulla trú á því að við verðum leiðandi í þessum málum. Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins og innan veggja hans finnst fólk sem er leiðandi á sínu fræðasviði í alþjóðasamfélaginu. Umhverfisstefna skólans er í dag heldur óljós og sama á við þegar horft er til Stúdentaráðs

Read More
SjónarmiðGuest User
Vaka ritar : Sjúkrapróf í janúar, afhverju ekki?

„Af hverju eru ekki bara sjúkrapróf í janúar“, hugsar Siggi og kveikir á Netflix.      Þótt sagan af Sigga sé spunnin úr hugarheimum höfunda byggir hún því miður á raunveruleika of margra stúdenta við Háskóla Íslands. Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. Því viljum við í Vöku beita okkur fyrir því að þau verði einnig haldin í janúar og koma þannig í veg fyrir að fleiri lendi í sömu aðstæðum og Siggi.

Read More
SjónarmiðGuest User
Röskva ritar : Tilgerðarleikarnir

,,Síðustu 28 árin hafa stefnumál fylkinganna þótt keimlík og jafnvel er hugmyndafræðin að baki þeim það einnig. Ef önnur fylkingin fær svo frábæra hugmynd sem hin fékk ekki, myndi vafalaust seinheppna fylkingin þó blessunarlega bjóðast til að hrinda henni í framkvæmd þegar sigurinn yrði í höfn."

Read More
SjónarmiðGuest User
20 hlutir sem ég elska við Ísland

- English below - 

Þegar ég flutti frá Barcelona til Reykjavíkur fann ég að hvorki fjölskylda mín né vinir skildu þessa ákvörðun fullkomlega. Það sem meira var, margir Íslendingar virtust hálfpartinn vorkenna mér líkt og ég hefði verið gerður útlagi og væri hér gegn vilja mínum.

Read More
The Exchange Student’s Survival Guide

The academic year is well underway and if you are an exchange student at Háskóli Íslands, then you are probably starting to notice the subtle ways in which Icelanders do life (and school) differently. With help from students who hail from countries far and wide, I have compiled a list of tips to help you cope with the inevitable culture shock of being an exchange student at Háskóli Íslands.

Read More
Helmingi meira eða tvöfalt meira?

„Við erum reyndar svo heppin að búa við mál sem breyti ekki tiltölulega blátt áfram tölum í flókin reikningsdæmi eins og t.d. Frakkar sem segja ekki sjötíu og fimm heldur þrítutttugu og fimmtán. Við reynum samt. Ef einhver á 75 ára afmæli þá segjum við að viðkomandi sé hálfáttræður þó að allir viti að 40 er helmingurinn af átta. Við höfum bara komið okkur upp samkomulagi um að miða við helminginn af leiðinni frá síðasta heila tug upp í þann næsta. Eins og það sé eitthvað eðlilegt við það.“

Read More
Þetta verður ókei

Það er endalaust verið að spyrja mig hvort ég hafi ekki áhyggjur af íslenskri tungu. Hvort ég missi ekki ítrekað svefn yfir læsi barna. Hvort þetta sé ekki allt saman á leiðinni lóðbeint niður í neðstu sokkaskúffu andskotans. Ég veit það svei mér ekki.

Read More
Ætti Reykjavík að heita Pyongyang?

Væri nú heimurinn ekki fullkominn ef allir gætu alltaf verið sammála? Svo er því miður ekki raunin. Verra er þó þegar rifist er um málefni líðandi stundar án þess að fólk hafi kynnt sér almennilega báðar hliðar þess. Í rökstólum Stúdentablaðsins færa fróðir og ósammála menn, að þessu sinni Hrafnkell Ásgeirsson og Hersir Aron Ólafsson, rök fyrir skoðunum sínum í von um að leiða umræðuna um heiti höfuðborgar Íslands í rétta átt.

Read More