Posts in Annars eðlis
Að vera sjúklega ástfanginn

Átak til að vekja athygli ungmenna á einkennum heilbrigðra, óheilbrigðra og ofbeldisfullra sambanda var sett á laggirnar í upphafi árs. Stígamót standa fyrir átakinu og nefnist það Sjúk ást. Titillinn er tvíræður, annars vegar er hin jákvæða merking þess að vera sjúklega ástfangin/-ið/-inn dregin fram og allt hið fallega sem snýr að kærleika og væntumþykju, en hins vegar stendur titillinn fyrir óheilbrigt ástand, það að vera ,,sjúklega” ástfangin/-ið/-inn.

Read More
„Við erum öll með eins hjörtu“

Höfði friðarsetur, samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, stóð fyrir ráðstefnu í Veröld – húsi Vigdísar nú í október þar sem fjallað var um þær áskoranir sem blasa við heiminum í dag. Markmið ráðstefnunnar var að leggja áherslu á þau jákvæðu áhrif sem ungt fólk getur haft á samfélagið.

Read More
Herborg.is

Herborg.is er ný íslensk vefsíða þar sem hægt er að bera saman lánakjör mismunandi lánastofnana sem veita húsnæðislán. Vefsíðan er ein sinnar tegundar á Íslandi, en þar er hægt að skoða hámarkslán, vexti, uppgreiðslugjöld, lántökugjöld og skilyrði fyrir lánveitingu fyrir allar tegundir lána.

Read More
1984 árið 2017

Yenomi Park, ung norðurkóresk kona, hélt nýverið erindi í Háskóla Íslands. Þar sagði hún sögu sína. Til að lýsa lífinu í Norður-Kóreu benti hún á líkindi við bækur George Orwell 1984 og Animal Farm og kvikmyndina The Truman Show.

Read More
Sjálfvirknivæðingin: Fjórða iðnbyltingin er rétt handan við hornið

Í kveðjuræðu sinni lýsti Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, áhyggjum sínum af stöðu millistéttarinnar og auknum ójöfnuði í landinu. Í því samhengi nefndi hann að næsta bylgja efnahagslegra raskana kæmi ekki erlendis frá heldur yrði afleiðing miskunnarlausrar framgöngu sjálfvirknivæðingarinnar (e. automation). Vildi hann með þessu meina að nýjar tækniframfarir ættu brátt eftir að eyða fjölda millistéttarstarfa.

Read More
Gömul saga og ný

Ákveðin þemu, svo sem undirokun kvenna, skjóta aftur og aftur upp kolli í bókmenntum jafnt sem kvikmyndum. Það er gömul saga og ný að konur séu beittar misrétti og þær misnotaðar. Þetta þema kemur meðal annars fram í skáldsögunni „Aðgát skal höfð“ eftir Ragnheiði Jónsdóttur frá 1955 og í annarri seríu norsku sjónvarpsþáttanna „Skam“ frá 2015. Það er athyglisvert að bera saman þessar tvær sögur því þrátt fyrir að þær hafi komið út með sextíu ára millibili eru viðbrögð persónanna að mörgu leyti svipuð.

Read More
Leyndardómsfull boð og bönn: Um menntun í Íran og Afganistan

Íran og Afganistan eru nágrannalönd í Mið-Austurlöndum. Fyrir stuttu var ég, 22 ára íslensk háskólastúdína, fær um að finna þessi lönd á korti án mikilla vandkvæða en ég vissi ekkert um þau. Þar sem löndin hafa landamæri hvort að öðru gerði ég ráð fyrir að skólaganga barna í þessum löndum væri sambærileg en það er öðru nær. Að því hef ég komist í gegnum vinkonur mínar, Homu og Maryam.

Read More
„Ég er líka reiður:" Hvernig Donald Trump varð einn valdamesti maður heims

Þann 11. nóvember 2012, einungis sex dögum eftir annan sigur Barack Obama, skráði Donald Trump vörumerkið „Make America Great Again” hjá bandarísku einkaleyfastofunni. Fáir áttuðu sig á því þá að þetta ætti eftir að marka upphafið að nýjum kafla í bandarískri stjórnmálasögu. Rétt um fjórum árum síðar hefur Donald Trump, fyrrum raunveruleikastjarna og steikarsölumaður, verið kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna. Hvað, hvers vegna og hvernig?

Read More