44265567_2240780609327895_3019652567920541696_n.jpg

Stúdentablaðið er gefið út tvisvar á misseri af Stúdentaráði Háskóla Íslands. Blaðið er upplýsinga- og afþreyingarmiðill nemenda við Háskóla Íslands og gegnir hlutverki málgagns Stúdentaráðs.

Stúdentablaðið var fyrst gefið út þann 1. desember árið 1924, og hefur blaðið verið gefið út með reglubundnum hætti frá stofnun þess. 

Ritstjóri Stúdentablaðsins veturinn 2018–19 er Ragnhildur Þrastardóttir en í ritstjórn sitja Birna Almarsdóttir, Eiríkur Búi Halldórsson, Isabella Ósk Másdóttir, Ragnheiður Birgisdóttir, Sævar Bachmann Kjartansson, Sigurgeir Ingi Þorkelsson og Theodóra Listalín Þrastardóttir.

Eydís María Ólafsdóttir er ljósmyndari blaðsins, Sigurður Hermannsson er prófarkalesari blaðsins og Julie Summers hefur yfirumsjón með þýðingum. Elín Edda Þorsteinsdóttir hannar blaðið og Lísa Björg Attensberger er samfélagsmiðlastjóri Stúdentablaðsins. Að auki koma fjölmargir blaðamenn og þýðendur að gerð blaðsins.

Stúdentablaðið hefur alla tíð gegnt því hlutverki að vera vettvangur fyrir Háskólanema til þess að tjá sig á ýmsa vegu en þátttaka nemenda er forsenda fyrir tilvist blaðsins. Því viljum við eindregið hvetja þá sem hafa áhuga á að taka þátt í gerð blaðsins eða koma að því á einhvern hátt að senda okkur tölvupóst á netfangið okkar: studentabladid@hi.is

Rafræna útgáfu af blaðinu má nálgast hér