Flokkur fólksins: „Þyrfti að hækka lánin strax um 30%"

Teikning: Halldór Sánchez

Teikning: Halldór Sánchez

Þann 29. október ganga landsmenn til kosninga en að því tilefni lagði Stúdentablaðið nokkrar spurningar fyrir flokkana sem bjóða fram til Alþingis. Hér eru svör Flokks fólksins um stefnu flokksins er varðar háskólana og málefni stúdenta.

Hver er stefna flokksins í málefnum háskólanna í stuttu máli?

Að efla og styrkja starfssemi þeirra, Flokkur Fólksins vill sjá háskólana okkar meðal þeirra fremstu í heimi hvað sem það kostar.

Hver er afstaða flokksins til Lánasjóðs íslenskra námsmanna?

LÍN er sá lánasjóður sem getur skipt sköpum varðandi það hvort einstaklingur getur sótt sér háskólamenntun eða ekki. Hins vegar er sú stefna sem stjórnvöld hafa mótað varðandi lánsjóðinn óviðunandi. Nemendur hafa ekki fengið leiðréttingu námslánanna eftir hrun, því þyrfti að hækka lánin strax um 30% til að koma til móts við þá hnignun sem varð á lánunum á þessum tíma og mun Flokkur Fólksins beita sér fyrir leiðréttingu námslánanna.

Einnig er það fyrirkomulag að þurfa að semja við einhvern banka um liðveislu til að geta notið framfærsluaðstoðar á meðan að námsframvindan er ekki orðin ljós hverju sinni, algjörlega óþolandi að mati Flokks Fólksins. Námsmaður sem t.d hefur orðið fyrir því óláni að lenda á vanskilaskrá á enga möguleika á liðveislu frá banka á meðan hann er skráður á slíka skrá. Flokkur Fólksins vill greiða námslánin út mánaðarlega jafnóðum, er námsmaður stendur sig hins vegar ekki þegar námsönninni er lokið þá mun hann ekki eiga kost á námsláni á næstu önn, þ.e.a.s ekki fyrr en hann hefur t.d með upptökuprófum staðist þær kröfur sem Lánasjóðurinn setur honum.

Flokkur Fólksins mun afnema allar skerðingar á námslánum vegna vinnu hvort heldur er sumarvinnu eða vinnu með skóla.

Er flokkurinn reiðubúinn til að gera allt hvað hann getur til að sjá háskólunum fyrir viðunandi fjármagni?

Já svo sannarlega.

Á skalanum 1 til 10, hversu mikilvægt telur flokkurinn að forgangsraða þurfi í þágu stúdenta og háskólanna? (1; alls ekki mikilvægt. 10; mjög mikilvægt)

9.

Teikning: Halldór Sánchez

Teikning: Halldór Sánchez