Skemmtileg hlaðvörp í samkomubanni

Ritstjórn Stúdentablaðsins hefur tekið saman lista yfir nokkur skemmtileg hlaðvörp (e. podcast) sem við mælum með í samkomubanni. Að sjálfsögðu er líka kjörið að hlusta á þættina eftir að banninu verður aflétt, til dæmis í langþráðu og vonandi veðurblíðu sumarfríi. Njótið vel.

S-Town 

Hlaðvarpsserían S-Town kom út árið 2017 og er frá framleiðendum Serial og This American Life. John B. McLemore býr í litlum bæ í Alabama sem hann kallar Shit-Town. Hann er kominn með nóg af spillingu í bænum og hefur samband við Brian Reed hjá Serial. John vill að hann rannsaki strák sem hefur montað sig af því að komast upp með morð. Serían tekur óvænta stefnu og í 7 þáttum rannsakar Brian Reed mögulegt morð, spillingu og ævi manns. 

Normið

Sylvía Briem og Eva Mattadóttir, Dale Carnegie þjálfarar með meiru, ræða saman og við fjölbreytta viðmælendur um almenn mannlegheit.

Millivegurinn

Beggi Ólafs og Arnór Sveinn knattspyrnumenn ræða við fjölbreytta viðmælendur um lífið og tilveruna.

Helgaspjallið 

Helgaspjallið er hlaðvarp í umsjón Helga Ómarssonar, tísku- og lífsstílsbloggara á Trendnet.is. 

Ástríðucastið

Gerður Arinbjarnar og Rakel Orra, eigendur kynlífstækjaverslunarinnar Blush.is ræða saman um kynlíf, sambönd, samskipti, rómantík og ástríðu.

Heilsuvarpið

Ragga Nagli heilsugúrú og sálfræðingur ræðir við viðmælendur um ýmislegt sem viðkemur líkamlegri og andlegri heilsu.

Í ljósi sögunnar

Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Þátturinn er á vegum RÚV og umsjón hefur Vera Illugadóttir.

Klikkaðar kynlífssögur

Hlaðvarp í léttari gírnum þar sem vinkonurnar Sif og Embla fá til sín gesti úr öllum hornum samfélagsins. Talað er um kynlífssögur og reynslu. Þær vilja opna á umræðuna um kynlíf og tabú sem tengjast því.

Kona er nefnd

Hlaðvarp í umsjón Tinnu Haraldsdóttur og Silju Bjarkar. Þær ræða um alls konar konur sem hafa gert alls konar hluti. 

Seiglan

Áhrifavaldurinn Fanney Dóra fær til sín gesti sem eru að gera flotta hluti í lífinu með flott hugarfar að vopni.

The Snorri Björns podcast show

Snorri Björnsson ræðir við áhugavert fólk.

Þegar ég verð stór

Viðtalsþáttur í umsjón Völu Rúnar Magnúsdóttur og Vöku Njálsdóttur þar sem lögð er áhersla á reynsluheim kvenna sem skarað hafa fram úr á sínu sviði.

ÞOKAN

Bestu vinkonurnar Þórunn Ívars og Alexandra Bernharð ræða um móðurhlutverkið og fara yfir allt frá getnaði til meðgöngu, fæðingar og dagsins í dag ásamt því að fá til sín skemmtilega gesti.

Þarf alltaf að vera grín

Vinirnir og grínistarnir Tinna, Ingó og Tryggvi ræða um allt milli himins og jarðar á misalvarlegum nótum.

Virðing í uppeldi

Hlaðvarp á vegum Meðvitaðir foreldrar - virðing í uppeldi. Hér er rætt á jafningjagrundvelli um eigin reynslu, líkt og gert er á mánaðarlegum foreldramorgnum og -kvöldum. Í þáttinn koma góðir gestir sem hafa ýmislegt fram að færa um virðingarríkt uppeldi.

Under The Skin

Russell Brand fær ýmsa gesti í heimsókn. Meðal annars er rætt um heimspeki, sálfræði, stjórnmál, menningu, listir og allt annað á milli himins og jarðar. Svo er að sjálfsögðu eitthvað spaug sem því fylgir.

Hardcore History

Þetta hlaðvarp er fyrir sagnfræðingana. Dan Carlin tekur fyrir umdeild umræðuefni úr sögunni og færir hlustendur oft yfir í annan heim.

That Peter Crouch Podcast

Þetta er vinsælasta hlaðvarpið þegar kemur að knattspyrnu. Goðsagnakenndi framherjinn Peter Crouch ræðir um líf knattspyrnumannsins og veitir hlustendum nýja innsýn í heim fótboltans. 

How Cum

Uppistandarinn Remy Kassimir tileinkar þessu hlaðvarpi leitina að fullnægingu kvenna. Þegar hún byrjaði hlaðvarpið 28 ára hafði hún aldrei fengið fullnægingu en hún fær gesti sem fræða hana um fullnægingu kvenna og í enda hvers þáttar er henni gefið verkefni.

In Our Time

Breski BBC útvarpsþáttarstjórnandinn Melvyn Bragg tekur ákveðið málefni fyrir í hverjum þætti, oft sögulegar persónur eða bókmenntaverk, og ræðir við sérfræðinga á því tiltekna sviði. Hver þáttur veitir gott yfirlit yfir viðfangsefnið og er þetta tilvalinn þáttur fyrir öll sem hafa áhuga á sögu, vísindum og bókmenntum.