Landaðu draumastarfinu; Hvernig skal skrifa góða ferilskrá

Grafík / Margrét Aðalheiður Önnu Þorgeirsdóttir

Grafík / Margrét Aðalheiður Önnu Þorgeirsdóttir

,,Við hvað vil ég starfa?“ Er líklega spurning sem allir háskólanemar spyrja sjálfa sig að þegar þeir hugsa til framtíðarinnar. Oftar en ekki velja þeir námið út frá mögulegum frama sem það kann að bjóða upp á. Af þeirri ástæðu viljum við hjá Stúdentablaðinu veita ykkur, nemendur góðir, nokkur heillaráð við uppsetningu á ferilskránni sem munu vonandi hjálpa ykkur að landa draumastarfinu. 

  1. Ferilskráin skal vera stutt og hnitmiðuð

    • Vinnuveitendur munu skima hratt í gegnum ferilskrár umsækjenda svo þú skalt láta þá reynslu sem hentar starfinu standa upp úr 

    • Haltu þig við 2 blaðsíður í mesta lagi 

      • Nefndu einungis það sem er viðeigandi fyrir starfið - til dæmis þarf vinnuveitandi ekki að vita að þú varst aðstoðarþjálfari eitt sumarið nema þú sért að sækja um að vinna með börnum

  2. Hvað þarf að koma fram:

    • Nafn, aldur, netfang og símanúmer

    • Reynsla sem sýnir fram á að hæfnikröfum sé mætt 

  3. Mótaðu ferilskrána að því starfi sem þú ert að sækja um 

    • Sniðugt er að skoða hverjar hæfnikröfur starfsins sem um ræðir eru og velja úr hvaða reynslu skal halda inni eða sleppa 

    • Starfsreynsla og nám skal vera raðað eftir hve viðeigandi það er fyrir starfið

      • Mest viðeigandi efst  

    • Sé starfið í skapandi geiranum getur verið gott að hafa flotta grafík sem grípur athygli - ef ekki, haltu þig við stílhreint og einfalt form

      • Haltu þig við einfalda og læsilega leturgerð, líkt og Times New Roman, Helvetica eða Cambria - gott er að notast við 12 punkta leturstærð og feit- eða skáletra til undirstrikunar. 

  4. Skiptu ferilskránni niður í flokka 

    • Undir hverjum flokk skulu einungis vera 5-7 atriði, svo vanda þarf valið

    • Flokkar geta verið á borð við: um mig, styrkleikar, reynsla, menntun, annað, sérkunnátta, tungumál o.s.frv. 

      • Mest viðeigandi efst, líkt og áður segir 

      • Slepptu áhugamálum, nema það eigi við starfið 

  5. Forðastu að tala í fyrstu persónu

    • Nema í Um mig kaflanum, þar geturðu bætt persónuleika þínum aðeins inn í ferilskrána á faglegan máta. Forðastu hins vegar að nefna pólitískar afstöður eða áhugamál þar sem vinnuveitendur gætu ranglega dæmt þig fyrirfram

    • Lýstu reynslu í stuttu máli með upptalningu, sem dæmi: ,,starf fól í sér símsvörun, móttöku gesta, o.fl.,“ fremur en að segja: ,,ég svaraði símtölum og tók við gestum…“ 

  6. Að lokum, ekki ljúga! 

    • Undir engum kringumstæðum skaltu ljúga upp á þig reynslu eða getu, þetta mun einungis koma niður á þér! 

    • Varastu að gefa sjálfum þér eiginleika sem þú hefur ekki - ef þú vinnur ekki vel með öðrum, ekki taka það fram

Mikilvægt er að ferilskráin þín endurspegli hver þú raunverulega ert, seldu þá eiginleika sem þú hefur og hafðu trú á þér! Gangi þér vel í framtíðar umsóknum og gakktu hratt innan um draumastarfs dyr!