Ástríða jafn hraust og hestur

Þýðing: Anna María Björnsdóttir

Mynd / Aðsend

Mynd / Aðsend

Eitt af auðþekkjanlegustu og frægustu dýrum heimkunnug þessari smáu eyju er íslenski hesturinn. Vegna ríkislaga sem leyfa engar aðrar tegundir hesta inn í landið, er íslenski hesturinn einstakt og heillandi dýr. Victoria Sophie Lesch, sem starfar nú sem hestaljósmyndari, þekkir þetta vel en ást hennar á íslenska hestinum kviknaði þegar hún reið í fyrsta skipti, sex ára gömul.

Ást á íslenskum hestum, ást á Íslandi

Mynd / Aðsend

Mynd / Aðsend

Victoria er upphaflega frá Friedrichshafen, smábæ í suður Þýskalandi, en hún heimsótti Ísland tvisvar á þremur mánuðum árið 2018. Í fyrra skiptið var tilefnið heimsókn til tvíburasystur hennar sem var þá í skiptinámi. Það var í janúar. Hún var svo skotin í landinu að hún sneri við og kom strax aftur í apríl til að vinna á hestabúi. ,,Dvölin reyndist ekki vel og ég fór eftir u.þ.b. fjórar vikur,“ segir hún. ,,[Ég] var miður mín… fyrir mér var Ísland nú þegar heimili mitt.“


Ást hennar á hestum kviknaði á unga aldri en ást hennar á ljósmyndun hófst þegar hún stundaði Bakkalársnám sitt. ,,Á meðan bakkalárnum stóð var markmiðið að starfa við kvikmyndabransann, og ég gerði það, en einhvern veginn sá ég ekki sjálfa mig starfandi þar lengur,“ segir Victoria.

Á meðan hún starfaði í kvikmyndabransanum var hún aðstoðarmaður á setti kvikmyndarinnar Voff: Eltið hundinn (Wuff: Folge dem Hund). Það var þá sem Victoria uppgötvaði hversu mikið hún elskaði að ljósmynda dýr. ,,Ég var þegar byrjuð að efast um af hverju ég vann ekki með dýrum fyrst það færði mér svo mikla ánægju,“ rifjar hún upp. Jafnvel þó hún hafi unnið í kvikmyndabransanum, gerandi það sem hún hélt að væri draumur hennar, fann hún sig upptekna við aðra hluti. Í frítíma sínum, tók hún upp myndavélina og ljósmyndaði hina umliggjandi náttúru.

Mynd / Victoria Sophie Lesch

Mynd / Victoria Sophie Lesch

Mynd / Victoria Sophie Lesch

Mynd / Victoria Sophie Lesch

Með tímanum fannst henni einfaldlega ekki rétt að dvelja í Þýskalandi. ,,Hugur minn var fastur á Íslandi,“ segir hún, sem varð til þess að hún flutti hingað árið 2019. ,,Síðan ég kom aftur til Íslands hef ég haldið áfram með náttúruljósmyndun.“ Með tíð og tíma segist Victoria hafa byrjað að ljósmynda hesta. Hún hefur síðan myndað sambönd við aðra hestaljósmyndara og lært heilmargt af þeim. ,,Hverja mínútu sem ég hafði, eyddi ég með öðrum hestaljósmyndurum.“

Mynd / Victoria Sophie Lesch

Mynd / Victoria Sophie Lesch

Vel slípuð ástríða

Tíma vel eytt, myndum við segja. Árið 2019 landaði hún plássi á topp 10 lista yfir bestu vefsíður hestaljósmyndara. Victoria elskar öll dýr og hefur veikan blett fyrir hestum yfir höfuð, en getur þó ekki að því gert að eiga sér uppáhald: ,,Ég elska skjótta hesta! Ég elska að eiga þá, ég elska að ljósmynda þá, og ég elska hvernig náttúran leikur með mynstur þeirra.“

Mynd / Victoria Sophie Lesch

Mynd / Victoria Sophie Lesch

Ástríða hennar fyrir að fanga anda hestsins skín í gegnum verk hennar. Viðfangsefni hennar virka stolt og róleg á myndum. Hún tekur sér eins mikinn tíma og hún getur til að kynnast þeim. ,,Þegar ég er ekki í hesthúsinu, reyni ég að nota eins mikinn tíma til að læra meira um hesta… Ég myndi segja að ég væri heltekin,“ segir hún brosandi. 

Þessi sjálfsyfirlýsta árátta kemur frá ástinni og minningunum sem hún á, sérstaklega varðandi íslenska hestinn. ,,Ég byrjaði að ríða á íslenska hestinum. Ég átti mitt fyrsta fall af íslenska hestinum, en líka mína fyrstu keppni.“ Hún lenti í fyrsta sæti á því móti árið 2004. ,,Það er þakklæti, ást og traust sem ég finn í garð þeirra. Ég elska að geta sýnt þessi mögnuðu dýr í gegnum myndirnar mínar.“ Á meðan reiðtúr stendur, segir hún sinn uppáhalds gang vera valhoppið, ,,en auðvitað gæti ég tölt að eilífu.“  

Að lokum

Í framtíðinni dreymir Victoriu um að bóka fleiri tíma til að ljósmynda hesta. ,,Ég verð svo glöð þegar kúnnarnir mínir eru spenntir að fá myndirnar sínar,“ segir hún. ,,Þar sem það er mín helsta ánægja að ljósmynda, er ég ekki að setja of mikla pressu á sjálfa mig fyrir framtíðina. [Ég er] að reyna að vaxa út frá þeim tilboðum sem ég fæ.“

Ráð hennar til byrjenda í ljósmyndun er að efast aldrei um sjálfan sig. ,,Ekki sitja heima haldandi að þú getir ekki byrjað að taka myndir af því að þú átt ekki enn þá atvinnumyndavél.“ Victoria hófst handa með byrjendapakka sem hún notar enn þann daginn í dag. Einnig mælir hún með að setja sig í samband við aðra ljósmyndara. ,,Þér verður ekki hafnað, vegna þess að hver einasti hestaljósmyndari þarf á hjálparhendi að halda.“

Mynd / Victoria Sophie Lesch

Mynd / Victoria Sophie Lesch

Mynd / Victoria Sophie Lesch

Mynd / Victoria Sophie Lesch

Mynd / Victoria Sophie Lesch

Mynd / Victoria Sophie Lesch