Skjátími: Að verja minni tíma á netinu, hvernig, af hverju og er það þess virði?

Grafík: Sóley Ylja A. Bartsch

Þýðing: Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Ég nota símann minn í allt. Í honum er vekjaraklukkan mín og er hann því það fyrsta sem ég sé þegar ég vakna á morgnana. Hann er kortið mitt, tónlistin mín, strætóáætlunin og veita upplýsinga um opnunartíma verslana. Hann er myndavélin mín, þar sem íslenskt landslag er einstaklega fallegt og það er aldrei að vita hvenær man gæti vantað myndavél. Síminn er leið mín til að eiga í daglegum samskiptum við alla mína fjölskyldu og vini. Í heimsfaraldrinum hefur hann einnig nýst mér sem COVID vottorð eða til að segja mér hvort ég hafi verið í návígi við einhvern með veiruna. Ofan á það hlaðast hljóðbækur, Netflix, rafbækur, YouTube, tölvupóstur, heilsu- og líkamsræktar öpp, banka-appið… og svo mætti lengi telja. Mér þykir vandræðalegt að viðurkenna að stundum sé síma skjátíminn minn rúmlega átta klukkutímar á dag, einn daginn í desember var hann 16 tímar - en ég held það hafi verið vegna þess að ég hafi óvart skilið myndband eftir í gangi yfir nótt. 

Ég ákvað að byrja nýja árið með áramótaheit sem ég hafði ekki prófað áður; að verja minni tíma í símanum, ekki segja alfarið skilið við símann en minnka skjátímann samt. Þar sem ég hefskjátíma upp undir átta klukkustundir daglega fannst mér að það ætti vel að vera hægt að minnka hann, kannski niður í fimm tíma á dag? 

Hvernig? 

Fyrst á dagskrá var að athuga skjátíma minn síðustu vikur og mánuði, átta mig á því í hvað tíminn nýttist og hvað væri hægt að gera í því. Það kemur kannski ekki á óvart að samfélagsmiðlar og Netflix voru aðal viðfangsefnin. 

Þá var næsta skref - hvernig ætti ég að fara að því að minnka síma notkunina? Eftir að hafa eytt talsverðum tíma í leit á netinu (í símanum) fann ég eftirfarandi ráð:

  • Breyttu litapallettunni í grátt - færri litir minnka áhuga á því að fletta hugsunarlaust í gegnum samfélagsmiðla.

  • Settu hár teygju utan um símann - þetta gerir skrollið erfiðara en kemur ekki í veg fyrir að man geti svarað mikilvægum skilaboðum. 

  • Stilltu áminningar - sum smáforrit eins og Instagram og Facebook hafa stillingar til að láta vita þegar ákveðin tími er liðinn. 

  • Fjarlægðu ónauðsynleg öpp - að horfa á Netflix á símanum er hvort eð er ekkert skemmtilegt.

  • Hættu að nota símann á meðan þú gerir annað (eins og að hanga með vinum, horfa á bíómyndir eða borða).

  • Hlaða símann langt frá rúminu - þetta ráð hefur marga kosti þar sem þú þarft að standa upp úr rúminu til þess að slökkva á vekjaraklukkunni og ef þú ert einu sinni á fótum er ólíklegra að þú leggist aftur upp í rúm og kíkir á samfélagsmiðlana. 

Af hverju?

Það er alltaf talað um að þetta bláa ljós frá skjánum sé óhollt, hafi neikvæð áhrif á svefn og valdi hausverkjum en ég prófaði þetta aðallega til að athuga hvort ég gæti það og til að sóa minni tíma. Ef man vaknar klukkan átta en kemur sér ekki á fætur fyrr en klukkan ellefu vegna símanotkunar fer manni að finnast ansi mikill tími fara til einskis. 

Er þetta þess virði?

Það er ekki nokkur leið að ég segi alfarið upp símanum, enda vil ég það ekki. 

Að vera með allt á sama stað er þægilegt, einfaldlega vegna þess að þá þarf ég minna að kaupa/taka með/pakka/halda á allskonar ‘dóti’. Þegar ég hef símann þarf ég ekki vekjaraklukku, iPod eða að hafa áhyggjur af því að vera alltaf með bólusetningarvottorðið mitt á mér hvert sem ég fer, því það er þar nú þegar. 

Þar að auki er ég mjög félagslynd manneskja og vil vera með ef vinir mínir fara á barinn eða skipuleggja hitting með leshópnum. Að minnsta kosti vil ég vita af þessum ráðstöfunum svo að ég geti ákveðið hvort ég vilji vera með. Ég vil geta hringt í fjölskylduna mína og spjallað við vini mína sem búa erlendis. Ég mun þess vegna aldrei komast alveg hjá því að nota símann minn. 

Að verja minni tíma í símanum hjálpaði mér hins vegar að vera meira í ‘núinu’. Þetta hvatti mig til þess að horfa heilshugar á bíómyndir frekar en að láta mér leiðast í þeim miðjum og ég held ég hafi líka gefið mér meiri tíma til að spjalla við fólk í eigin persónu (ég fór að spila borðspil með nágrönnum mínum sem ég hefði líklega ekki haft þolinmæði fyrir áður). Ég hef líka lesið meira og koma fleiru í verk (annars er ég meistari í því að fresta hlutunum þannig að lágmörkun símatímans breytti því nú ekkert svo mikið).

Ég komst líka að því að mörg áhugamál eru dýr, það er kalt á Íslandi (sem takmarkar útivist) og mér leiðist auðveldlega. Þessi tilraun undirstrikaði fyrir mér hvað getur verið erfitt að finna tómstundir sem eru innanhúss en líka viðráðanlegar í verði og hvað ég hef mikinn frítíma utan vinnu sem mig langar að verja í eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt… í augnablikinu veit ég bara ekki hvað. 

LífstíllSam Cone