Leiðin að loftslagshlutleysi: Græni evrópski sáttmálinn

Það er iðulega erfitt að nálgast loftslagstengd málefni í gegnum löggjöf, þá sérstaklega þegar kemur að loftslagsbreytingum sem hafa áhrif óháð landamærum. Við getum ekki einfaldlega takmarkað tjónið við aðeins eina þjóð. Vegna þessa hefur lögleiðing og framfylgd loftslagslaga verið flókin og í hávegum höfð. Evrópusambandið (ESB) hefur sett sér sameiginlegt markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050, en Grænn evrópskur sáttmáli var settur á laggirnar og komið af stað af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2019. Græni sáttmálinn styður einnig við vinnu að lands­á­kvörðuðum fram­lögum (Nationally Determined Contributions) Parísarsáttmálans og sjálfbærum þróunarmarkmiðum. Þó að sáttmálinn sé ekkert meira en pólítiskt skjal, inniheldur hann margar tillögur í umhverfismálum sem hvetja Evrópusambandið til að skapa löglega leið að kolefnishlutleysi. Með þessi metnaðarfullu verkefni í huga getum við leyft okkur ögn meiri bjartsýni hvað varðar framtíð umhverfisins. 

Fyrstu loftslagslögin voru lögleidd árið 2021 sem hluti af Græna sáttmálanum. Evrópska loftslagslöggjöfin segir til um að losun gróðurhúsalofttegunda eigi að dragast saman um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030 samanborið við árið 1990, með það að markmiði að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Þetta þýðir að lagaleg skilyrði munu byggjast á loftslagslöggjöfinni, en ekki einungis pólitískum loforðum. Því hafa óneitanlega orðið kaflaskil í baráttunni. Þar að auki verða löggjafir þjóða nú að samræmast markmiðum loftslagslöggjafarinnar. Reglulegar úttektir á framförum þjóða í átt að kolefnishlutleysi gætu svo orðið hvati fyrir þjóðir til að halda áfram að bæta stefnur sínar í loftslagsmálum. Áhrif mannkyns á umhverfið yrðu með þessum hætti forgangsatriði. 

Önnur frábær tillaga frá Græna samfélagssáttmálanum yrði „fit for 55“ pakkinn. Áður en sáttmálinn varð að veruleika voru nú þegar einvherjar tilskipanir og reglugerðir til staðar hvað varðar umhverfistengdar áskoranir sem tengjast loftslagi, orku og samgöngum. Þessi pakki hefur það að markmiði að samræma núgildandi lög Evrópusambandsins þessum nýju markmiðum í loftslagsmálum. Þetta yrði góð útlegging á því hvernig ESB gæti náð loftslagsmiðuðum markmiðum sínum. Ein lykiláætlun Evrópusambandsins hvað varðar stóriðjutengda losun gróðurhúsalofttegunda sem komið var á fót árið 2005, evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir (e. EU Emisison Trading System), hlaut samþykkt til breytinga í desember 2022. Jafnvel þó lagalegar hugmyndir um baráttuna við loftslagsbreytingar hafi tekið miklum breytingum þurfum við að fylgjast grannt með öllum framförum, og jafnvel kynna nýjar breytingar. 

Græni sáttmálinn inniheldur margar nýstárlegar aðgerðir, en ein stærsta áskorunin er að koma þeim í umferð. Sáttmálinn kynnir einnig aðgerðir til að viðhalda eigin virkni í þessum skilningi. Hér vil ég sérstaklega ræða aðferð til að efla aðkomu almennings. Evrópski loftslagssáttmálinn var settur á laggirnar af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að knýja fram vitundarvakningu almennings í umhverfismálum og gefa öllum tækifæri til að leggja sitt af mörkum og aðstoða Evrópusambandið við að ná markmiðum sínum. Í okkar daglega lífi getum við öll lagt okkar af mörkum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Sáttmálinn inniheldur 16 praktísk skref. Einfaldasta skrefið er að hefja samtal við aðra um loftslagsbreytingar. Skoðanir vina okkar og fjölskyldu geta haft mikil áhrif. Ef þú útskýrir fyrir vinum þínum hvers vegna loftslagsbreytingar eru mikilvægt málefni og hvað við getum gert til að vinna gegn þeim dagsdaglega, mun það ef til vill hvetja þau til aðgerða. Önnur skref innihalda fræðslu hvað varðar það að lifa sjálfbæru lífi, til dæmis að minnka matarsóun, skipta yfir í umhverfisvæna orku og svo framvegis. Hingað til hefur sáttmálinn hlotið 4,311,875 undirskriftir. Áætlun samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda í kílóum talin er 15,842,196 kg. Einstaklingsbundnar aðgerðir leggjast saman og geta breytt heilmiklu. 

Græni sáttmálinn hefur náð framförum þegar kemur að því að ná markmiðum sínum. Evrópa yrði þá fyrsta heimsálfan til þess að ná kolefnishlutleysi. Hins vegar, eins og kom fram hér að ofan, eru loftslagsbreytingar vandamál á heimsvísu og mikilvægi alþjóðlegs samstarfs vegur jafnþungt. Siðgæðisstaðlar Evrópusambandsins gætu hvatt þjóðir í samstarfi við ESB til þess að stíga fram og þróa umhverfisáætlanir sínar. Sum þróunarlönd sem reiða sig á þungaiðnað og olíu gætu fengið meiri tíma og aukin tækifæri til að ná kolefnishlutleysi, með aðstoð annarra umhverfisvænna þjóða. Dagur kolefnishlutleysis er ekki langt undan svo lengi sem við höldum áfram að betrumbæta umhverfisaðgerðir í samræmi við loforð okkar, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heldur áfram að fylgjast með aðgerðum okkar, og alþjóðlegt samstarf heldur áfram að þróast.