Posts in Sjónarmið
COP26: Dæmt til að mistakast?

Eftir fáeina mánuði mun tuttugasta og sjötta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) eiga sér stað í Glasgow í Skotlandi. Með einróma samþykki vísindasamfélagsins um staðreyndir loftslagsbreytinga, liggja örlög okkar nú í höndum valdhafa og löggjafa heimsins er þeir búa sig undir að ræða þær samræmdu félagslegu umbreytingar í átt að kolefnishlutlausari framtíð sem eru nauðsynlegar ef við ætlum að komast hjá loftslagshamförum. Spurningin sem Stefaniya Ogurtsova veltir upp er hvort samningamenn SÞ geti leyst verkefnið.

Read More
Kjósendur vilja unga fólkið á þing: Viðtal við Lenyu Rún Taha Karim

Lenya Rún Taha Karim hefur verið í kastljósinu síðustu daga í kjölfar endurtalningar sem fór fram í Norðvesturkjördæmi og breytti niðurstöðu kosninganna sem fóru fram laugardaginn 25. september síðastliðinn. Lenya, sem hefði orðið yngsti þingmaður Íslandssögunnar og fyrsti Kúrdinn á þingi Íslendinga, var ein þeirra fjögurra sem misstu sæti sitt við endurtalninguna. Stúdentablaðið settist niður með Lenyu og ræddi atburði síðustu daga.

Read More