Posts in Lífstíll
Hringrás hluta: Munasafn Reykjavíkur: Viðtal við Anna Worthington De Matos

Á Laugavegi 51 hefur Anna Worthington De Matos nýlega opnað höfuðstöðvar Munasafns Reykjavíkur. Eins og nafnið gefur til kynna er Munasafnið samansafn af tækjum og tólum. Hillur safnsins eru fullar af mismunandi verkfærum, stórum og smáum, ásamt hversdagslegri hlutum eins og tjaldstólum, gítarmögnurum og meira að segja eplaflysjara. Í Munasafninu geta einstaklingar fengið lánaða safnkostina, líkt og á bókasöfnum.

Read More
Tími troðfullu verslunarmiðstöðvanna

Jólin eru tími troðfullra verslunarmiðstöðva. En þau eru líka tími ljóss, unaðslegra lykta og tíminn til þess að tækla listann yfir þær gjafir sem þarf að kaupa í fyrrnefndum verslunarmiðstöðvum. Þetta ár verður ekkert frábrugðið öðrum, að minnsta kosti heldur greinahöfundur að fólk átti sig ekki á því hve mikilvægt það er að breyta neysluhegðun okkar til þess að hefta útbreiðslu veirunnar.

Read More
Að sitja í festum á 21. öld

Síðasta haust flutti maki minn til Þýskalands undir því yfirskini að læra stærðfræði í tvö til þrjú ár. Ég hef túlkað það sem tækifæri til að upplifa þessa einstöku hefð íslenskra kvenna og kynnast þannig raunveruleika kynsystra minna á þann hátt sem aðeins er hægt í gegnum lífið sjálft. - Hér kemur Karitas M. Bjarkadóttir með nokkur ráð til þeirra sem eru í fjarsambandi.

Read More
Að takast á við streitu

Streita verður sífellt stærri hluti af daglegu lífi okkar. Ef þú finnur stöðugt fyrir streitu þá er þessi grein fyrir þig. Í henni má finna ráðleggingar til að stjórna streitu en þær fann ég í nokkrum bókum og greinum.

Read More
LífstíllMaicol Cipriani
Hressandi fjallgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Þó haustið sé komið og veturinn nálgist óðfluga þýðir það ekki að útivistarskórnir þurfi að fara upp í skáp. Nóg er af útivistarmöguleikum í kringum höfuðborgarsvæðið og þó kólnað hafi í veðri eru ýmis fell og fjöll til að ganga á svæðinu. Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir að léttum og fallegum fjallgöngum sem hvorki eru langar né langt í burtu og henta því vel í lærdómspásunni eða þegar skóla líkur.

Read More
Heimaþjálfun

Ef þú ert á höttunum eftir grein sem fjallar um útivist, þá er þetta ekki grein fyrir þig. Þú munt ekki finna neinar ábendingar um hópíþróttir eða íþróttaviðburði, enga upptalningu líkamsræktarstöðva, og alls engin kraftaverkaráð um hvernig eigi að lifa af útihlaup í stingandi köldu roki. Þessi grein er fyrir þau sem eru búin að fá nóg af því að vera kalt, bæði innan dyra og utan, þau sem geta ekki farið í líkamsræktarstöðvar vegna þess að annað hvort vilja þau ekki eyða peningunum sínum í þær, eða hafa hreinlega enga hugmynd um hvar þær eru að finna. Þetta er fyrir þau sem eru í sóttkví eða kjósa bara að vera innandyra til að forðast Orwellískan vírus (orðatiltæki sem þýðir hérna „vírus sem hefur stuðlað að samfélags- og efnahagslegu hruni“).

Read More
LífstíllKevin Niezen
Bjargráð fyrir nemendur á tímum samkomutakmarkana og fjarkennslu: Sjö tillögur til þess létta lífið! (Vonandi)

Kórónaveiran hefur breytt heiminum að nánast öllu leyti og er háskólasamfélagið og líf stúdenta engin undantekning. Jafnvel upp á sitt besta getur líf stúdenta verið erfitt, en það er sérstaklega erfitt þessa dagana. Til þess að létta ykkur lífið viljum við deila með ykkur nokkrum heilræðum sem hafa gagnast okkur og hjálpað við að takast á við þetta óvissuástand!

Read More
LífstíllSam Cone
Huggulegri stúdentaíbúð í samkomubanni: kósý og praktísk ráð

Það er vandasamt að koma sér fyrir í litlu rými, eins og t.d. í stúdíóíbúðum Stúdentagarða. Nú eru skrítnir tímar og samfélagslegar aðstæður gera það að verkum að við eyðum mun meiri tíma heima hjá okkur en vanalega. Þá getur verið gott fyrir fólk sem býr í lítilli íbúð að vera útsjónasamt og nýta rýmið sem best. Hvað er hægt að gera við þetta litla útskot? Af hverju er geymslan svona óþarflega stór og hvernig get ég nýtt hana? Hvernig er best að nýta íbúðina í að að sofa, elda, læra, horfa á þætti, prjóna og gera heimaæfingar, allt á sama stað? Hvernig er hægt að gera íbúðina notalegri? Lausnin þarf ekki endilega að vera dýr og óþarfi er að rjúka í IKEA til að kaupa allt sem vantar. Það er frábært að kíkja í Góða hirðinn eða aðra markaði sem selja notaða hluti og kaupa ódýra og nytsamlega hluti fyrir íbúðina - svo þarf líka oft ekki að kaupa neitt, bara að breyta til og lagfæra! Hér koma góð ráð og hugmyndir um hvernig þú getur gert lítið rými að betri íverustað.

Read More