Posts in Annars eðlis
Kynjakvóti stuðlar ekki að jöfnu hlutfalli kynjanna, hann tryggir það

Lög um kynjakvóta hafa verið afar umdeild undanfarin ár, einhverjum finnst kynjakvótinn óréttlátur, sumir hafa litla trú á honum og aðrir vanmeta ávinning hans fyrir fyrirtæki, stofnanir og samfélagið sjálft. Steinunn Rögnvaldsdóttir og Arnar Gíslason, kynjafræðingar, fullyrða í samtali við Stúdentablaðið, að kynjakvóti sé án alls vafa skilvirk leið til þess að jafna hlut kynjanna á ýmsum sviðum samfélagsins.

Read More
Foreldrum mismunað eftir búsetu

192.857 krónur. Það er upphæðin sem foreldri eins árs gamals barns, með lögheimili í Hafnarfirði, þarf að borga í hverjum mánuði, ætli það sér að vista barnið sitt á leikskólum Félagsstofnunar stúdenta. Foreldri í sömu stöðu, með lögheimili í Reykjavík, þarf á sama tíma aðeins að borga í kringum þrjátíu þúsund krónur.

Read More
Reconnesse Database sviptir hulunni af afrekum kvenna

Á fallegu kaffihúsi við Reykjavíkurhöfn hitti ég Andreu Björk Andrésdóttur og Berglindi Sunnu Stefánsdóttur. Andrea Björk er með BA í sagnfræði frá HÍ og lærði hreyfimyndahönnun frá Hyper Island í Stokkhólmi, Berglind Sunna lærði nýsköpun og frumkvöðlafræði í KaosPilot skólanum í Árósum. Þær eru jafnframt stofnendur Reconesse Database sem er alþjóðlegur gagnagrunnur sem heldur utan um áhrifamiklar konur í mannkynssögunni.

Read More