Posts in Mælum með
Útgáfustörf á nýjum tímum

Með framtíðina að leiðarljósi í þessu blaði er tilvalið að líta til bókaútgáfunnar þar sem landslagið er síbreytilegt. Blaðamaður Stúdentablaðsins settist því niður með Guðrúnu Vilmundardóttur, stofnanda og útgáfustjóra bókaútgáfunnar Benedikts, til að ræða bókmenntir nýrra tíma og hvað framtíðin gæti borið í skauti sér.

Read More
Að sitja í festum á 21. öld

Síðasta haust flutti maki minn til Þýskalands undir því yfirskini að læra stærðfræði í tvö til þrjú ár. Ég hef túlkað það sem tækifæri til að upplifa þessa einstöku hefð íslenskra kvenna og kynnast þannig raunveruleika kynsystra minna á þann hátt sem aðeins er hægt í gegnum lífið sjálft. - Hér kemur Karitas M. Bjarkadóttir með nokkur ráð til þeirra sem eru í fjarsambandi.

Read More
Tyggjóið burt!

Mörg hafa eflaust rekið upp stór augu í sumar þegar þau sáu mann á áttræðisaldri þeysast um bæinn á rafskutlu, í gulu vesti og með einhvers konar skrítna ryksugu á bakinu. Tyggjóklessubaninn, eins og sumir kalla hann, sat fyrir svörum Stúdentablaðsins, sem gat ekki beðið eftir að fá að kynnast þessum áhugaverða manni, sem setti sér það markmið að hreinsa sem flestar tyggjóklessur af gangstéttum og götum miðborgarinnar á 10 vikum.

Read More
Hvað veldur því að samfélag glatar menningu sinni?

„Í ritgerðinni fer ég í marga þætti og það vöknuðu ýmsar spurningar hjá mér, eins og hvernig Grænland kemur fyrir í fjölmiðlum, og fordómar hjá okkur Íslendingum. Þegar ég sagði fólki að ég væri að skrifa um Grænland í lokaverkefni mínu fékk ég týpísk svör um hvernig þeirra  þjóðfélag er, hvað þau væru drykkfelld og þess háttar.“

Read More